Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 36
um á Bessastöðum. Eitt sinn um vor kom hann
til Bessastaða. f>á hét umboðsmaður þar Eiríkur
Jakobsson; drukku þeir þar saman, og gekk Jón
út, en þegar hann kom inn aptur, mælti Eiríkur :
„Sit nú enn hjá mér um stund, Jón titlingur !-‘ Jón
gekk að borðum og sló hann löðrung allóþekkileg-
an, og mælti svo: „Sé eg titlingur, og skaltu fá
titlingsslag11. Tveir voru menn með Jóni norðlenzk-
ir í stofunni og hlupu þeir til hans ; þar voru og
fimm útlenzkir menn inni. Eiríkur sat og þagði um
stund, og mælti síðan : „O, du Jon, törer du at slaa
Kongens Fovet her udi hans Stue ?“ J>á sagði Jón:
„J>ú hefur séð, að titlingurinn flýgur opt svo hátt,
sem örnin“. Eirikur bað hann þá drekka, og kom
Jón hægum bótum fyrir sig svo lítið bar á. Kona
Jóns hét Guðrún, dóttir Ketils í Ketu á Skaga,
sem vann björninn 1519, Ingimundssonar, Sigurðs-
sonar, og fór Ketill til þeirra í elli sinni. J>au áttu
6 börn alls, 3 syni og þrjár dætur, og var eitt þeirra
Björn, sem hér verður frekar sagt frá. Jón á Ing-
veldarstöðum dó í Gröf í Mosfellssveit 1582 um lok-
in á norðurferð úr verinu, og var grafinn að Mos-
felli. Sögn þessi um Jón er eptir Birni syni hans
(Annál. I. 284—88, sbr. JEsp. Árb. V. 18.—19).
J>egar Jón var dáinn um vorið, fór Jón lögmaður
Jónsson frá J>ingeyrum til Ingveldarstaða, og kvað
Jón titling hafa beðið sig um veturinn, að taka að
sér konu sína og börn og fjármuni, ef hann kæmi
ekki aptur að sunnan. „Jón lögmaður tók þar fé
allt lítt virt; fyrst 20 hundruð, sem Guðrún skyldi
eiga (til umboðs), og [voru] engin 30 hundraða betri;
6 voru börn, 3 synir og 3 dætur; var svo tillátið,
að 14 hundruð feingi hver sonur, og 7 hver dóttir
^ei komu öll kurl til grafar)“ (Ann. Björns I 288).
'Jón lögmaður tók þá fjögur börnin, en Birni kom