Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 37
37
hann til Sigurðar sýslumanns bróður síns á Reyni-
stað. og segist Björn þá hafa verið 8 vetra gamall
(Ann. Björns 1. c.), og er hann því fæddur 15741.
Hann er fæddur á Ingveldarstöðum, ábýlisjörð föð-
ur síns. Hjá Sigurði sýslumanni á Reynistað var
Björn þar til Sigurður dó 16. sept. 1602, og hafði
Björn þá átta um tvítugt. Sigurður sýslumaður var
auðmaður mikill, sem þeir bræður, en spaklátari
nokkuð en Jón lögmaður og Staðarhóls-Páll bræður
hans, og eigi var hann jafnmikill höfðingi sem Magn-
ús prúði, sem þótti bera af þeim bræðrum bæði í
drenglyndi og öðru. Sigurður var mjög fylgjandi
Jóni lögmanni bróður sínum að málum, þó hann færi
nokkru hægra, en það var nóg til þess, að kalt
væri með honum og Guðbrandi biskupi, og illa
kveður Hallur skáld Magnússon (d. 1601) um Sig-
urð í vísum sínum t. a. m.:
þokki er ekki á þeim rekk,
sem þjóðin kallar viðbjóð,
reiðigjarn og rógsmaður,
ranglátur, miskátur,
skarfleitur skarnbítur,
skakkeygður, roðteygður,
kinnsvangur, kloflangur,
kjaptvíður, brúnsíður.
Brasaður er á bolinn haus
og bangar svo neflangur,
fremur illa fram kemur
flestum þar þykir verst,
öllum mönnum ilt vill
orðmargur blótvargur,
strandagaurinn stríðlyndur
1) þetta getur ekki verið ástæða til að efast um, jafnvel
þó sumir telji hann 83 ára 1655, þegar hann dó (= f. 1572),
því að Björn hlaut sjálfur að vita bezt um aldur sinn, svo að
þetta ártal er því ugglaust.