Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 39
39
muni hafa verið fyrir það, að Björn hafi átt barn í
lausaleik, en þá var skóli of heilagur fyrir þess
konar fólk. Eptir lát Sigurðar segir Gísli Konráðs-
son i þætti þeim, er hann hefur skrifað um Björn á
Skarðá (ísafold 1877, IV. 109—114), en sem undar-
lega er lítið á að græða, þar sem hann er eptir
þann mann, að Björn hafi um hríð gerzt handritari
Jóns sonar Sigurðar. Jón fékk Reynistað og sýsl-
una eptir föður sinn. En hjá honum getur Björn
ekki hafa verið lengi. Hallgrimur djákni segir og,
að Björn hafi við lát Sigurðar kvænzt og farið að
búa, sem hann hefur eflaust eptir Finni biskupi
(Hist. Eccl. Isl. III. 583), og það hygg eg réttast
vera. Hver kona Björns var, er ókunnugt. J>rem
árum seinna, eða 1605, er hann talinn með heldri
mönnum og á Skarðsá (JEsp. Arb. V. m.). Skarðs-
á er sunnarlega í Sæmundarhlíð í Skagafjarðarsýslu.
1616 er talið, að Björn yrði lögréttumaður (GrhM.
I. 81.; GKonr. þáttur). Hinn 9. dag ágústmánaðar
1619 lætur Halldór Ólafsson, sem það ár varð lög-
maður, dóm ganga um landamerki milli Seilu og
Grófargils, og er Björn einn meðal dómsmanna
(JEsp. Árb. VI. 9.). Annars fara ekki margar sögur
af Birni, og hefur hann eflaust lifað rólega og gefið
sig mest við bókum sínum. Hans finst að eins endr-
um og sinnum getið í dómum. Árið 1634 getur
Björn þess sjálfur í annál sínum, að komið hafi
eldur upp í heyjum hjá sér : „Brunnu hey á Skarðs-
á í Sæmundarhlíð; nokkru varð hjálpað. par köfn-
uðu 5 kýr og ein kvíga“ (Ann. II. 186; sbr. JEsp.
Árb. VI. 69.). Alþingisbækur þær, sem eg hefi hér
eptir að fara (Thott. Nr. 1284—96 Fol.), byrja ekki
fyrri en 1631, þegar fyrst var settur alþingisskrifari
(Páll Gíslason á Hvanneyri), þó ágrip séu til frá 16.
öld og fram að þessu ári af þingbókunum. Eg finn