Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 41
41
missi, þar ei finst vort íslenzkt lögmál, er undir er-
um svarnir, þar um svo ljóst hljóðandi, ei heldur
kongabréf eða réttarbætur hingað í landið skikkað-
ar, svo vitum herra landsins og þegna viðtekið hafa.
En sá artikuli úr dönskum lögum, er einn hlýðir um
mál konunnar, ei hér í landi auglýstur eður opinber
fyrr, að hér skyldi fyrir lög gilda eður ganga.
Kong Magnúss bréf segir öll lögmál skuli eptir því
ganga, er þá gengu lög í landi, er þau mál gerð-
ust, ef menn vita jafnvíst hvorttveggja. Stóri dóm-
ur ávísar eptir vitnum eða viljugri meðgöngu skuli
stórbrotamenn straffast.41 (Alþb. 1644; sbr. JEsp.
Árb. VI, iii.). En á næsta alþingi var Ingunn
dæmd til dauða 1. Júlí s. á. (1644) er Björn Jóns-
son í dómi um mál séra Einars á Kolbeinsstöðum
(Alþb. 1644). Hinn 2. Júlí 1645 er Björn Jóns-
son „að norðan41 nefndur í dóm um ölyrði Einars
Hákonarsonar (Alþb. 1645). pann 1. Júlí 1646 er
Björn Jónsson „að norðan“ nefndur í dóm um yrk-
ing séra Einars Illugasonar á Seljadal í Mosfells-
sveit (Alþb. 1646). Eptir það finst Björns ekki getið
á alþingi og er þá líklegt, að hann hafi látið af
þingreiðum ; var hann þá og kominn á áttræðisald-
ur og hefur eflaust verið orðinn nokkuð hrumur.
Árið 1645 telur Jón Espólín, að Björn hafi farið að
tapa sjón (Árb. VI. 116.), en þó hefur hann naumast
orðið alblindur, nema ef vera skyldi hið síðasta ár,
sem hann lifði; því að árið áður en hann dó, eða
1654, ritaði hann um eyðijarðir Reynistaðarklausturs
f Víðidal og tíundarauka (dags. 13. Okt.), og það
hefði hann ekki gert, hefði hann verið steinblindur,
og ólíklegt þykir mér, að hann hafi haft skrifara,
og þá hefði hann orðið að safna til ritgjörðanna
áður, en það bera þær ekki með sér. J>að hlýtur því
að vera miður rétt, bæði það, sem Gísli Konráðsson