Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 42
42
segir, að Björn hafi verið blindur í g ár, og eins
það, sem Finnur Magnússon segir (GrhM. I. 81),
að Björn hafi orðið alblindur nokkru eptir 1646.
Finnur biskup ákveður ekkert nákvæmlega um, hve
nær Björn hafi blindur orðið, en segir hann hafi orðið
það í elli sinni (Hist Eccl. Isl. III. 583) og eins Hall-
grímur djákni. Máli mínu til styrkingar er enn frem-
ur það, að Björn er einn af þeim mönnum, sem
1650 háðu dóm í galdra og legorðs máli, sem Jón
Bjarnason á Bústöðum kærði (JEsp. Arb. VI. 134.)
og er ekki líklegt, að hann hafi verið orðinn blindur
þá, þó það sé engan veginn ómögulegt, að hann
hafi setið í dómnum blindur, því að það er auðvitað,
að menn hafa viljað í vandamálum öllum heyra til-
lögur hans, þar hann var einna iögfróðastur maður
allra á íslandi þá.
f>að er auðséð á annálum Björns, að honum hefur
verið hlýtt til fóstra síns og ættmanna hans, og tal-
ar alstaðar um þá með mestu virðingu og forðast
að koma við nokkuð af því veila hjá þeim ; getur
og verið, að hann hafi gert það sökum Brynjólfs
biskups, sem sagt er að hafi fengið annálana til yfir-
skoðunar, því að hann mundi ekki hafa þolað, að
mikið hefði verið andað á suma þeirra, svo sem
Staðarhóls-Pál afa hans fyrir sérvizku og tiktúrur
hans; sú ætt var þá og ein hin helzta og merkasta
á landinu og í henni stórhöfðingjar.
Á meðan Guðbrandur biskup sat að stóli á Hól-
um, ber lítið á ritstörfum Björns og hefur hann þá
unnið meir í kyrþey, og hafa þeir eflaust engir vin-
ir verið, Björn og hann, og hefur það elt eptir af
skærum biskups og Jóns lögmanns og komið
niður á Birni, af þvi hann var fósturson Sigurðar
bróður Jóns. £>etta var mikill óhagur fyrir Björn,
því að einmitt á Hólum var það að fá, sem honum