Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 43
43
reið mest á af skjölum og handritum, og biskupinn
stóð hins vegar bezt að vígi til þess að útvega skjöl
og handrit, sem eigi voru til á stólnum, en forn-
fræðingur þurfti á að halda. þ»ó hafði Björn á síð-
ustu árum Guðbrands, eða 1626, lokið við skýringu
sina í stafrofsröð yfir lögbók. Guðbrandur biskup
var og ekki neinn sérstakur fornfræðavinur og gaf
sig mest að guðsorðabókum, svo að það var engin
von á því, að Björn fengi þaðan neinn sérlegan styrk;
auk þess var Guðbrandur þá farinn að þreytast og
eldast.
pegar Guðbrandur biskup dó, 1627, skipti um fyr-
ir Birni, því að árið eptir varð porlákur Skúlason
biskup, lærisveinn Vorms og mesti vinur íslenzkra
fræða, og hinn ljúflegasti maður og vinsælasti.
f>eir urðu skjótlega gagnkunnugir, Björn og J>or-
lákur biskup, og hefur biskupi verið vel kunnugt um
fróðleik Björns áður. J>orlákur skrifaðist á við Vorm
og var alúðarvinur Arngríms lærða, frænda sins,
sem var miklu eldri. Jón Espólín segir, að f>or-
lákur og Brynjólfur biskup hafi hafið að nýju forn-
fræði, er mjög var undir lok liðin á landi hér; en
það er ekki alveg rétt, því að löngu fyrri var
Arngrímur Jónsson farinn að rita, og þegar hér
var komið, var Crymogæa að minsta kosti komin
þrisvar út (1609, 1610, 1618) og hafði Arngrímur
bygt hana á fornritunum íslenzku; hafði hann safn-
að að sér mörgum handritum bæði til láns og eign-
ar þegar fyrir 1600 (sbr. Mss. Barthol. XXV); ein-
mitt af honum var vakin eptirtekt manna verulega
fyrst á fornritunum íslenzku, og frá ritum hans staf-
aði upphaflega áhugi Vorms fyrir íslenzkum fræðum,
þó þeir færu ekki fyr að skrifast á, en þeir gerðu,
og bréfleg viðkynning þeirra kæmi eiginlega fyrst
gegnum J>orlák biskup. Arngrímur hefur t. a. m.,