Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 44
44
þegar hann ritaði Crymogæa, þekt margar sögur og
skjöl, og Ormsbók af Snorra Eddu hefur hann haft
þegar á unga aldri, því að hún var ættgripur, og
hafði hana átt Jón lögmaður Sigmundsson forfaðir
hans, og var því ekki að undra, þó Arngrímur væri
tregur á að láta Vorm fá hana. En það hefur verið
eins með Arngrím og Guðbrand, að hann hefur ekki
verið Birni mikið hlyntur, meðan Guðbrandur sat
uppi, svo að Björn hefur alt til þess, að J>orlákur
kom til sögunnar orðið að una við þau tilföng, sem
hann hefur getað aflað sér sjálfur. J>að er fyrst,
þegar þ>orlákur kemur, að Björn kemst verulega á
framfæri. Hann var að vísu áður kunnur að því, að
vera lögfróður mjög og var því orðinn lögréttumaður
löngu áður. í gegnum þ>orlák biskup er það, sem
Oli Vorm fær að þekkja Björn, en aldrei nefnir
Arngrímur hann í bréfum sínum til Vorms, og er
það órækur vottur þess, að hann hefur annað-
hvort ekki þekt Björn til muna eða hefur þá að
minsta kosti ekki kært sig um að trana honum fram ;
þó fara þeir að skrifast á upp á siðkastið. J>að er
gegnum J>orlák biskup líklega, sem Björn hefur
fengið Vatnshyrnu til nota, sem Arngrímur hafði
undir höndum, þegar hann var að semja Crymogæa
fyrir 1609, en nú er hún glötuð að mestu. Frá
honum eða fyrir hans tilstilli hefur hann þó naum-
ast fengið Hauksbók, sem Arngrímur hafði að láni
frá Ara Magnússyni sýslumanni í Ögri (d. 1652),
þegar hann var að semja Specimen lslandiœ histori-
cum & magna ex parte chorographicum á árunum
1632—38, en hins vegar yrði þó örðugt hér upp að
telja alt það, sem hann kann að hafa fengið af hand-
ritum til nota frá og hjá J>orláki biskupi. Björn sat
stundum vikunum saman heima á Hólum hjá |>or-
láki biskupi við að skrifa upp gömul rit og borgaði