Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 45
45
biskup honum það vel ; stundum gaf hann honum
kú að vorlagi og annað því um líkt, og getur Björn
þess f einu af bréfum sínum til Guðmundar Hákon-
arsonar. Nokkru eptir 1630 fékk þ>orlákur biskup
Björn til þess að semja annálana, af því að flestar
hinar gömlu fræðibækur væru „forrotnaðar" og bisk-
upinum þótti „ósæmilegt sem og óviturlegt að af
félli“ öll sagnaritun, og hefur biskupinn eflaust ver-
ið honum úti um öll þau föng til þeirra, sem hann
gat. pá. hafði um nær 200 ár ekkert þess konar
rit verið samið, nema annáll séra Gottskálks Jóns-
sonar í Glaumbæ (d. 1593), biskupaannálar séra Jóns
Egilssonar og ritgjörð Jóns Gissurssonar á Núpi.
A seinni árum sínum var Björn þjáður af stein-
sótt. Séra Gunnlaugur f>orsteinsson prestur í Vall-
holti (d. 1678) segir í annál sínum greinilegast frá
láti Björns, og eru orð hans á þessa leið : „28.1
Júní 1655 fyrir sjálfan miðjan aptan dó Björn Jóns-
son á Skarðsá lögréttumaður, mesta skáld norðan-
lands, lengi þvingaður af steinsótt, 832 ára; yfir
honum söng eg, því presturinn í Glaumbæ3 var
syðra; liggur hann þar fram frá kirkjudyrum.“
Um afkvæmi Björns á Skarðsá sjá meðfylgjandi
ættartölutöflur (f.—II.).
1) J>að er því eflaust rangt, sem Jón Borgfirðingur segir
eptir formála Tyrkjaráns sögu í rithöfundatali sínu, að Björn
hafi dáið 26. Júní (Rht. hls. 15), því að séra Gunnlaugur hlaut
að vita dánardag Björns rétt, þar hann jarðsöng hann. For-
máli Tyrkjaráns sögu tilfærir og rangt dauðaár séra Ólafs Eg-
ilssonar, því hann dó ekki 1648, eins og þar segir, heldur 1.
Marts 1639 eins og stendur á legsteini hans í Landakirkju-
garði í Vestmannaeyjum.
2) Eptir því, sem Björn segist hafa verið 8 ára, þegar faðir
hans dó 1582, þá er þetta ekki rétt, og ætti að vera 81.
3) J>á var séra Hallgrímur Jónsson prestur í Glaumbæ (d.
1680).