Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 47
47
146. 8vo með hendi Jóns Finnssonar
um 1633; 1. og 2. ríma að
mestu, og 8.—18.).
239. 8vo.
ísl. Bókmfél. Nr. 266. 8vo skrifaðar á 18. öld.
2. Rímur af peim sjö vísu meisturum eignasumir
Birni á Skarðsá (Hallgr. Jónss. Rth.; Hálfd. Einarss.
Sciagr. p. 78; Tyrkjaráns saga Rvík 1866. IV.). en
aðrir eigna honum „yfir þá sjö heilræðaflokka í ljóð-
um“ (GKonr. þáttur ; sbr. GrhM. I. 83), og mun
þar átt við eitt og hið sama. Birni Sturlusyni skáldi,
sem uppi var á Suðurnesjum og annálar geta um
við árið 1587, að verið hafi við víg Ingimundar Há-
konarsonar á Stað í Grindavík, eru og eignaðar
rímur af þeim sjö vísu meisturum (Sciagr. p. 78 ;
AMagn. Nr. 615C 4to), og þykir mér sennilegra, að
þær séu eptir hann, en Björn á Skarðsá hafi ort
heilræðaflokkana, og svo hafi höfundunum verið
ruglað saman og kvæðunum með. Björn Sturluson
orti Lofdikt um Guðbrand biskup og taldi þar upp
þær bækur, sém biskup hafði látið prenta; segist
hann þá, 1620, er hann yrkir diktinn, vera 61 árs,
og er eptir því fæddur 1559 (sbr. Kvæði Stefáns
Olafssonar, I. 335). Jón Marteinsson segir hann hafi
verið á Urðum. Björn Sturluson fór utan eptir víg
Ingimundar, en hefur komið út aptur. Eptir hann
eru sálmar nokkrir, og sumt af þeim er enda í
sálmabókinni frá 1871. Sagan um hina sjö vísu
meistara hefur verið almenn á miðöldunum (sbr.
Nyerup: Alm. Morskabslæsn., bls. 12, 151). En,
rímurnar byrja svo:
Ófróðum við orðaskort
opt er bágt að kenna,