Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 56
56
furðu grimmur frostharðr
fjúkastormur lemur búk.
JÁrn. A. III. 8vo.
16. Yísa Björns á Skarðsá um kaupmanninn á
Húsavík :
Ö1 slæmt, armt mjöl,
aum klæði, stika naum,
treg útlát, vond vog,
vöruspilling, afsvör,
hróp orða, hrak-kaup,
hvimleiðast þurks vim,
þröngdyri magn manga,
mannaular, glaums bann.
Af formála Björns fyrir annálum hans er auðséð,
að hann hefur verið mjög gramur yfir því, hvernig
verzlanin var komin á íslandi: „ráða nú ei aðrir
alin, vikt, mælir, vöru sinni og vorri ? En vér er-
um innibyrgðir svo sem fé í sjávarhólmum, og eigi
svo mikill skipagangur af landinu, að geti kannað
eyjar þær til matfanga, er kringum landið liggja,
þess síður komizt til annara þjóðlanda sér næringar
að leita“. Hefur honum því eflaust verið lítið gefið
um kaupmannastéttina. Annars sýnist þessi Húsa-
víkur kaupmaður að hafa verið öðrum fremur óvin-
sæll, því að Oddur jpórðarson, sonur J>órðar skálds
á Stijúgi, hefur og ort um hann skammarvísu, og
sést á henni, að kaupmaðurinn hefur heitið Diðrik:
Diðrik harðnar, dáð hrörnar,
drýgir okur, að þokar,
vér látum, hann hlýtur,
hverfur mund, skýzt stundum,
kjör féllu, kaup hallast,
kram spillist, fer illa,
menn blindast, mát stendur,
magnast rán, senn gránar.
Báðar vísurnar í AMagn. Nr. 148. 8vo.