Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 59
59
að mestu eins og Jón hefur hana, þó hún kunni að
vera annarstaðar réttari:
Hér fer hind á heiði,
hugsar upp á veiði,
aðra aptur leiðir :
Gá þú, hjörturinn gá, með mér,
gef eg þæga hind þér;
hjörturinn vill sig hafa af [stað]
hindina að fanga:
Við skulum þá,
þornagná,
hvert sem má
mín hindin gá:
Eg skal með ykkur kaupa.
útföl er eg [og] lyndisþung,
lát mig því hlaupa,
til þess er lyklum kvenna kasta á gólf
og spilla,
ef þér líkar illa;
það fór vel að fljóðið skal svo feikna gilt,
kæri minn hofmann konu þína kystu, þegar þú vilt.
Hvort Björn hafi verið leikari eða dansamaður á
yngri árum er ókunnugt, en þó er líklegt, að hann
hafi verið það nokkuð eins og flestir ungir menn í
þá daga, og um 1600 stóðu vikivakar enn i góðu
gildi, þó þeir væri þá ekki eins magnaðir og áður;
það er og heldur til styrkingar þvi, að Björn hafi í
leikum verið, að einmitt forsprakkarnir í leikunum
urðu venjulega til þess að yrkja leikkvæðin, og sæld-
ust menn optast til þess að hafa hagmælta menn
fyrir leikforingja. Sé Birni réttilega eignuð þessi
þula, hefur hann líklega gert hana þar, sem hann
var sjálfur í leik.
23. í handriti.sem Jón háyfirdómari Pétursson á, eru
„visur eignaðar B. J.“ Afskript af þeim er i safni Páls
Pálssonar Nr. 1. 8vo I. bls. 272, og álitur Páll blátt