Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 60
60
áfram, að þær séu eptir Björn á Skarðsá. þ>etta
eru öllu fremur langlokur en vísur. Sú fyrri byr*
jar svo :
í mistækum mannanna dómum
minstan eg jöfnuð skil o. s. frv.
En hin :
Frú Yild „alfríið111 holt gerir halda,
hennar dætur svo ráðin kenna o. s. frv.
En eg held víst, að þær séu eptir Jón lærða Guð-
mundsson, því að bæði standa þær optast aptan við
afskriptir af „Tiðfordríf“ hans og svo kom hann
einmitt með kenninguna um alfríið, sem átti að hafa
orðið úr sagnaranda Völu drottningar.
24. I safni Páls Pálssonar Nr. 38. 8vo er nokkurt
safn af háttalyklum, og er þar á meðal einn, sem
er eignaður Birni Jónssyni á Skarðsá, en það mun
vera algerð villa, að Björn hafi gert nokkurn hátta-
lykil og þess finst hvergi annarstaðar getið. Hins
vegar þykist eg í þessum háttalykli þekkja ýms er-
indi úr háttalykli J>orláks Guðbrandssonar (d. 1707),
og held eg víst, að þetta sé samskonar, ef ekki hin
sama háttalyklasamsteypa sem í Bæjarstaðabók Bók-
mentafélagsins eptir Björn Jónsson á Bæjarstöðum
í Múlaþingi, en alls enginn sérstakur háttalykill.
25. Eitt af því, sem Björn hefur ort, eru Kappa-
vísur [sbr. JÓlGrv. Add. Nr. 23. Fol. bls. 32 „... Han
var og en Poet......og har gjort nogle Kæmpe-
viser (isl. Kappavísur, carmina athletica), som ogsaa
ere til paa Latin med notis ... “]. jpetta eru eflaust
þær Kappavísur, sem séra Sveinn Jónsson á Barði
getur um í bréfi til Óla Vorms dags. á Hólum nonis
(=5.) Sept. 1637: ,.... Cafenam Athletarum Islandi-
1) altíð, Páls afskr. (rangt).