Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 61
61
corum, Islandico Poeinate, ab insigni qvodam no-
strate Poéta contextam, hyeme cum bono deo con-
tinuabo & latine explicabo ... “ í bréfi til Vorms
dagsettu á Hólum 9. Sept. 1638 getur Sveinn kvæð-
isins á þessa leið : „Catenam Athletarum Islandi-
corum, qvam promisi, pro ingenii modulo, explicatam
cum mercatore Herm. Wilterio transmitto. In qva
qvid desideret Clariss. Dn. Doctor, perqvam scire
cupio. Non dubito autem, qvin qvorundam Athle-
tarum, in Crymogæa non memoratorum, succincta
desideretur historia, qvam exemplarium historicorum
inopia adjungere prohibuit“. I bréfi sínu til séra
Sveins dags. Hafniæ 20. Jun. 1639 minnist Vorm á
kapparolluna, og segist hafa fengið hana (01. Wormii
Epist. II. 624—25). J>essi latínska þýðing og at-
hugasemdir, sem Grunnavíkur-Jón talar um, hafa því
verið eptir séra Svein á Barði, þá kirkjuprest á
Hólum. Eptir lát Vorms hefur svo þetta exemplar
af vísunum komizt til Resens, því að í bókaskrá
hans (Resenii Bibliotheca, Hafn. 1685. 4to) standa
Kappavísur Björns Jónssonar á Skarðsá með latínsk-
ri þýðingu og skýringum bls. 129. Nr. I31S. 4to,
Caps. VI., Ord. III., en þær brunnu svo með öðru
fleira 1728. Áður fyrri hafa þær verið til í AMagn.
Nr. 166. 8vo á íslenzku, en nú eru þær horfnar það-
an. Sú eina afskript, sem nú mun vera til af þeim,
er í bókhlöðu konungs í Kaupmannahöfn í nýja
safninu Nr. 1894. 4to með hendi Guðmundar Ste-
fánssonar Magnæus, og er sú afskript tekin eptir
AMagn. Nr. 166. 8vo, áður en vísurnar hurfu það-
an. Af því að þetta kvæði er órækari vottur en flest
annað um, hverjar sögur merkastar Björn hefur þekt,
er hann orti kvæðið, tilfæri eg það hér, eins og það
stendur í handritinu, nema breyti réttritun.