Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 64
64
Af Vormsbréfum má sjá, að kappakvæðið er ort fyrir
Jð35 og að upptalningin hefur auðsjáanlega átt að vera
sem fylst, og er það hrein furða hvað Björn þekkir fá'
ar íslendingasögur, svo að mér er nær að halda að
hann hafi ort kvæðið mjög snemma. þ>að eru ein-
ar 14 sögur, sem kappar eru taldir úr í kvæðinu,
og eru þær þessar: i. Bjarnar saga Hítdœlakappa
(1. er.), 2. Saga af Víga-Styr og Heiðarvígum (2.—3.
er.) og hefur Björn þekt hana heila; 3. Vermund-
ar saga og Víga-Skútu (4. er.), 4. Kormaks saga
(5. er.), 5. Gunnlaugs saga Örmstungu (6.—7. er), 6.
Valla-Ljóts saga (8. er.), 7. Kjalnesinga saga {9. er.),
8. Hrafnkels saga FreysgoSa (10. er.), 9. Saga af
Gunnari Keldugnúpsfífli (11. er.), 10. Eyrbyggja
(12. er.), 11. þórðar saga hreðu (13. er.), 12. Drop-
laugarsona saga (14.—15. er.), 13. Víga-Glúms saga
(16. er.), i4. Vatnsdcela (17. er.). Björn hefur eflaust
ekki þekt Vatnshyrnu, þegar hann gerði kvæðið,
þó það hittist svo á, að 5 af þessum sögum væru í
henni, þ. e. Kjalnesinga saga, Eyrbyggja, flórðar
saga, Glúma og Vatnsdæla, því hann hefði eflaust
ekki slept t. a. m. Laxdælu, hefði hann þá þekt
hana. Rekur hér því að því, að hann muni bæði
hafa fengið Vatnshyrnu og Hauksbók eptir að hann
komst í kynni við þorlák biskup. Kvæði þetta, sem
er fremur ómerkilegt að öðru en þessu sögutali,
er auðsjáanlega úr lagi fært og lítt skiljanlegt sum-
staðar, en við því er ekki hægt að gera og verður
að taka það eins og það gefst. Eg tel sjálfsagt,
að Björn hafi haft þessar sögur allar undir höndum,
þar sem hins vegar er ómögulegt, að jpórður á
Strjúgi hafi yfirfarið allar þær sögur, sem hann
nefnir í kappatölum sínum hér um bil hálfri öldáð-
ur, því að þær eru svo margar, heldur hefir hann
sumpart hlotið að þekkja þær gegnum rímur eða