Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 66
66
har aarlig paa Landsthinget offereret Bispen Mag.
Brynjulf Svendsen (i hvis Tider han levede) et
Stykke Skrift, Annaler eller noget andet, men Bi-
skoppen derimod foræret ham et vist Qvantum Penge
(12 rdl.), saa Björn saa godt som nöd en aarlig Pen-
sion af ham, og efter som han ved denne Hjælp
kunde beder forlade sine curas domesticas, blev han
mere og mere opmuntret til at skrive, thi han saa
det gavnede ham til Profit, Lærdomsforfremmelse
og Ros hos Folk.“ Hálfdán Einarsson segir (Sciagr.
bls. 135—36), að annálar Björns sýnist vera fram-
hald af annál séra Einars Hafliðasonar á Breiða-
bólstað í Vesturhópi (Lögmannsannál), en þó ná
þeir ekki saman annálarnir, því séra Einar deyr 21.
Dec. 1393, en annálar Björns byrja á árinu 1400.
En það er víst, að Björn hafi þekt Lögmannsannál,
Flateyjarannál, Oddaannál o. fl. En hvort hann hef-
ur þekt Flateyjarbók sjálfa er óvíst, og ef svo væri,
yrði hann liklega að hafa gert það gegnum Bryn-
jólf biskup, en eflausara þykir mér, að hann hafi
haft Flateyjarannál í pappírsuppskript. Bæði Grunna-
víkur-Jón og Fir.nur biskup (Hist. Eccl. Isl. III. 583)
finna það að annálum Björns, að ártöl standi illa
heima í hinum eldri hluta annálanna, og er það í
raun og veru ekki undarlegt. Björn er trúgjarn en
sannorður og segir í ljósum og látlausum orðum það,
sem hann hefur heyrt og eins og hann hefur heyrt
það og trúað því. Segir hann mart af draugasög-
um, gjörningum, fyrirburðum ýmsum, svo sem for-
myrkvunum, og trúir hann þær auðsjáanlega undan-
fara einhvers, svo sem sótta eða harðinda; göldrum
trúir hann eins og við er að búast, þar sem hann
lifir á rammri galdabrennu öld, þegar hvað eina var
kent ýmist gerningum eða öðrum kynstrum. J>ó
að Björn dragi þennan dám af öld sinni, þá ber