Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 67
67
hann eins og gull af eiri af öðrum alþýðu fræði-
mönnum á 17. öld og það jafnvel af sumum lærðum
mönnum, ekki að nefna af Jóni Guðmundssyni lærða,
sem var hrókur allra hindurvitna. Menn þekkja
hvernig séra Páll í Selárdal lét við alla galdramenn,
og bæði lærðir og leikir trúðu því, að djöfullinn
og árar hans gengju í eiginpersónu eins og gráir
kettir mitt á meðal þeirra. Vísur, sem séra Jón
Daðason i Arnarbæli (d. 1676) fósturfaðir séra Ei-
ríks Magnússonar á Vogsósum hefur innfært í rit
sitt, er hann kallar „Gandreið“ og er um alt mögu-
legt, lýsa því mjög vel, hvernig menn hafa hugsað
sér þetta.
Um Niflheim í centro terræ.
1. Lucifer með leiptur og glæðr 3. Fýtons er ei fylgdin sljó,
lopthringlunni undir feigð og fári blása.
með skýjaeldi og skruggum skæðr gegnum veðra vötn og sjó
skelfir sjó og grundir. vargar þessir rása.
2. Satans andar upp og niðr 4. Drakó byggir dufti í,
elementis spilla ; draugar myrkrin fanga,
í undirheimi er svikara siðr árahópar eins og mý
sálir manna að villa. út um löndin spranga.
Og þetta kallar Hallgrímur djákni hjátrúarlaust rit,
og um það yrkja lof lærðir og merkilegir menn eins
og séra J>orkell Arngrímsson í Görðum, Teitur Torfa-
son, séra Páll J>orvarðsson og séra Guðmundur
Bjarnason á Laugardælum, svo yndislega ágætt
þykir þeim það. J>að er því engin furða þó hé-
giljum bregði fyrir hjá Birni, og það er enda kost-
ur við annála hans, því að hefði hann ætlað að fara
að vinsa slíkt úr, hefði líklega fleira farið með og
auk þess hefðu þeir lýst öld hans ver. Hvað sem
satt er í sögn Grunnavíkur-Jóns um Björn og Bryn.
jólfbiskup, þá er hitt víst, að Brynjólfur hefur haft
5*