Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 72
72
fyrir, að „um Skálholts og Hólabiskupa, hvað í hvers
tíð skeð hafi“ í AMagn. Nr. 407. 4to eigi rót sína í
annál Björns, en muni þó ekki vera hans upprunalega
rit, heldur og vera nokkuð blandað annál Jóns prests
Egilssonar, og er auk þess haldið fram til 1708.
5. Viðbcetir við sögu Árna biskups þorlákssonar
(Staða-Árna) er af merkum mönnum eignaður Birni
á Skarðsá (FJoh. Hist. Eccl. Isl. III. 583; JEsp.
Árb. VI. 152 ; GrhM. I. 82 : Hallgr. Jónss. Rht.;
GKonráðss. f>áttur); þó efar Finnur biskup það, eða
þorir ekki að fullyrða, að það sé víst að Björn hafi
bætt við söguna, og segir þvi „að því, er sumir
halda“ (ut qvidam volunt); er hér eflaust átt við, að
Björn hafi samið síðasta kapítulann (þ. e. 80. kap.).
En hinar elztu og áreiðanlegustu heimildir fyrir
þessu eru ekki eldri en frá ofanverðri 18. öld, og er
það kirkjusaga Finns biskups, og á henni munu
hinir seinni menn bygt hafa hver fram af öðrum,
Jón Espólín, Finnur Magnússon, Hallgrímur djákni
og Gísli Konráðsson. Eg tel það eflaust mál, að
Björn eigi ekkert í viðbót Árnasögu, og byggi eg
það einkum á orðum Brynjólfs biskups, sem einmitt
var samtiða Birni og lifði hann, því að í AMagn.
Nr. 115. Fol. segir hann með skýrum orðum, að Jón
Arason prófasturí Vatnsfirði hafi bætt 80. kapítulanum
við söguna (sbr. Bps. I. LXXVIII.), og tel eg það
nær því óyggjandi, að þetta sé alt eitt og sama
viðbót, sem menn seinna hafa eignað Birni, og ó-
trúlegt væri, að menn ekki hefðu rekizt á viðbætir
hans, ef hann væri til. Engin ástæða er heldur til
að rengja orð Brynjólfs biskups, því að hann hlaut
manna bezt að vita um þetta. En hins vegar er
víst, að Björn hefur snemma þekt Árna biskups
sögu, því að hann vitnar opt í hana í ritum sínum.