Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 75
75
sýslumanns ritaði fjölda af lagaskýringum. Jón
Magnússon prúða sýslumaður í Dölum (d. 1641) rit-
aði um erfðatal í lögbók og fleira þesskyns. Vigfús
Gíslason sýslumaður á Hvoli (d. 1647) skrifaði um mán-
aðar eða hálfsmánaðar stefnufrest. þorsteinn Magnús-
son sýslumaður á þykkvabæjarklaustri í Álptaveri (d.
1656) ritaði hinn mesta fjölda af greinum um íslenzk
lög, þar á meðal um ómagaframfœri 1644, og erfðir,
sem Björn á Skarðá ritaði á móti. Um aldamótin
1700 koma þeir til sögunnar Páll Vídalin, 'Jón bisk-
up Arnason, Halldór sýslumaður porbergsson, Hall-
dór Einarsson sýslumaður og fleiri. f>ó ýmislegt sé
í lögskýringum þessara 17. aldar manna, sem lög-
fræðingar nú vildu, ef til vill, ekki skrifa undir, þá
eru þær að mörgu mjög merkilegar. f>ær sýna
ekki einungis hvaða skoðun og skilning menn hafa
á þeim tímum haft á hinum íslenzku lögum, heldur
og hvaða lagarétt menn hafa þekt hver fyrir sig á
hverjum tíma og stað landsins og eru því fræðandi
fyrir þann, sem vill kynna sér sögu hinnar íslenzku
lagaþekkingar og lagahandrita. f>ær eru og Ijós-
astur vottur um áhuga íslendinga á lögum og lög-
fræði. f>að er fróðlegt að vita, hvað hver þekkir
af hinum fornu íslenzku og norsku lögum, sem bezt
sést á því, hvað hver vitnar i og hvernig hann
nefnir það. Björn á Skarðsá þekkir mikið vel t. a.
m. Grágás, en vitnar aldrei í hana undir þvi nafni
af því honum þykir það vera að tala ljótt, og kall-
ar hana því „Gráfugl11. Hann hefur ritað manna
mest á 17. öld um íslenzk lög, og er auðséð á því
öllu, að hann þekkir mjög vel hin fornu lög, og fyrir
utan „Gráfugl“ vitnar hann í t. a. m. „Hákonarbók11
(Járnsfðu), „Gulaþingsbókt1, „Bjarkeyjarétt11, „Far-
mannalög“ o. s. frv. J>etta munu vera hin helztu
lögfræðisrit Björns: