Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 96
96
um þá kunnugt. Sæmimd fróða nefnir hann og
Oddaannál. Hann nefnir og Flateyjarannál, en hvort
hann hefur þekt Flateyjarbók sjálfa, er óvíst, þó er
það engan veginn ómögulegt; annálinn eignar hann
Ara fróða. Flateyjarbók hafði verið löngu áðuT í
Skálholti en Brynjólfur biskup komst yfir hana
til eignar. Oddur biskup getur um hana þar 1612:
„Finnur Jónsson i Flatey á hér stóra sögubók sem
hér hefur legið nokkur ár. þ>ar eru á kongasögur
og fleira annað ; hún skal komast með góðum skil-
um til hans aptur, þá hann vill ekki líða hana hér
leingur.“ (AM. Nr. 416-f 4to) og 1615 er svo að
sjá sem bókin sé enn í Skálholti, eptir því sem
Oddur biskup ritar það ár. Björn nefnir og Noregs-
konungasögtir, „sem nóglega sést“ og getur það vel
verið Flateyjarbók, sem hann á við. Hann nefnir
og Gunnlaug munk á þingeyrum og þekkir því ef-
laust Bretasögur og Merlínusspá auk þess, sem áður
er getið af ritum Gunnlaugs, svo sem Jóns biskups
sögu helga. Hann nefnir Odd munk, þórodd rúna-
meistara og Stjörnu-Odda og er því kunnugt um rit
þeirra. Sömuleiðis veit hann um söguskript Jóns
biskups Halldórssonar ofl.
J>að eru öll deili til, að Björn hafi þekt alt hið
merkastahér um bil af fornritunum, og þó að ekki
sé, ef til vill, hægt að sanna svart á hvítu, að hann
hafi notað eða þekt eitthvað víst, er það ekki al-
veg óyggjandi. Eg hef t. a. m. ekki rekið mig á,
að hann hafi þekt Grettlu eða að hann vitni í hana,
en það getur enginn vafi á því verið, að hann hafi
hlotið að þekkja hana, því að samtíðarmenn hans
þekkja hana mjög vel. Sumt þekkir Björn og ann-
ars kyns, sem nú er að mestu glatað, svo sem Reisu-
bók Björns Jórsalafara.