Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 106
106
þvf á víð og dreif i ritum annara griskra landafræð-
inga, sem höfðu tekið sjer fyrir hendur að hrekja
hann. J>essum brotum hefir verið safnað saman, því
þau eru mjög merkileg. Pytheas siglir norðurmeð
vesturströnd Englands til Orkneyja. faðan sigldi
hann 6 daga til norðurs og kom þá að landi, sem
hann nefndi Thule. J>ar var jafnbjart dag og nótt
um sólstöðurnar. Vera má, að eitthvað megi finna
um Thule meira í brotum þeim, sem enn eru til af
riti Pytheasar. Jeg hefi satt að segja ekki lesið
þau.
En jeg get Pytheasar hjer af þeirri ástæðu, að
sumir segja, að Thule það, sem hann kom að, hafi
verið ísland. Og það er vfst, að sumir gamlir rit-
höfundar, t. d. Dicuilus, kalla ísland Thule1. En
aptur er það eins víst, að Thule það, sem sumir
rithöfundar frá fornöld tala um, getur ekki verið
ísland, t. d. Thule það, sem Tacitus2 lætur Agri-
cola sjá álengdar.
Allir grískir og rómverskir landafræðingar, og
margir rithöfundar af öðru tagi, t. d. skáld, tala um
Thule, og taka margir fram, að það liggi nyrzt
landa í vesturhluta norðurálfu. Annars eru sagnir
þeirra um þetta land mjög óljósar og illt að henda
reiður á þeim, enda þekktu þeir mjög lítið til norður-
landa.
þegar farið var nú að rannsaka, hvað Grikkir og
Rómverjar hefðu þekkt af norðurlöndum og hvað
þeir hefðu nefnt þessu og þessu nafni, því þeir
bjuggu optast til grísk og rómversk nöfn á löndum
þeim og þjóðum, sem þeir komust í kynni við norð-
1) Stundura er það líka nefnt Thile, Thyle, Tile eða Tyle.
2) Vita Cn. Julii Agricolæ. Útg. W. Blocks. Krah. 1854
bls. 17.