Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 107
107
ur i heimi, þá varð vafi á mörgu ; en um fátt var
efast eins mikið og hvað þeir hefðu kallað Thule.
Landafræðingarnir og sagnafræðingarnir hafa sagt
hver sitt um þetta mál. Framan af, á 16. og 17.
öld, iitu flestir svo á, að Thule væri ísland ; en þó
sögðu sumir. að það væri ein af Orkneyjum, eða Fær-
eyjar, eða þ>elamörk, eða þá Finnmörk. Nú munu
flestir vera á þvi, að Thule Pytheasar sje ein af
Hjaltlandseyjum; enþó veit jeg ekki betur en að það
sje óvíst enn í dag, og verður ef til vill aldrei vist.
þaö má annars geta þess, að tveir íslendingar
bafa ritað mjög ýtarlega um þetta mál, einkum
Arngrimur Jónsson1. Hann heldur þvi fastlega
fram móti Pontanusi2, sagnaritara Danakonungs, að
ísland sje ekki Thule. Hinn er þórður J>orláks-
son3, sem seinna varð biskup í Skálholti. Hann
heldur þvi jafnfast fram, að ísland sje Thule.
Jeg treysti mjer náttúrlega ekki til að segja
nokkuð af eða á um þetta vanda-mál, sem svo
margir vísindamenn hafa spreytt sig á, og sem svo
margar bækur eru ritaðar um.
J>ess má lika geta, að Gladstone. sem nú er
æðsti ráðgjafi á Englandi, getur þess einhversstað-
ar til i ritum sínum, að ísland muni vera eyjan,
þar sem „sú ágæta gyðja Kalypso11 hjelt „þeim
margreynda ráðagóða Odysseifi11 svo og svo lengi4 *,
1) Helmingurinn af einu riti Arngríms: Specimen Islandiæ
Historicum et magna ex parte Chorographicum. Amstelodami.
MDCXLII., 4., er um þetta efni, en auk þess drepur hann
á það í öllum varnarritum sínum og í Chrymogaea, Hamburgi
M.DC.X og optar.
2) Kerum Danicarum Historia. Amstelodami. 1631. Fol.
bls. 671, 683, 741—765.
3) Dissertatio de Islandia. Witteb. 1666. 4. (bls. 9—16).
4) Sbr. L. Friedlaender. Schicksale der Homerischen
Poesie. (Deutsche Rund-Schau. XII. árg. Berlin. 1886, bls. 211).