Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 108
108
eins og segir í Odysseifsdrápu Hómers, i. og
5. bók.
Dr. K. Weinhold drepur líka á það1, að forn-.
menn muni hafa hugsað sér Jötunheima þar sem
ísland er, og segir, að það sje ekki fjarstætt, að
geta þess til, að einhver hverinn á íslandi hafi ver-
ið fyrirmynd fyrir katlinum, sem þeir J>ór og Týr
sóttu til Hýmis jötuns, enda er hann nefndur í Hým-
iskviðu bæði „1 ög-vellir“ (6. er.) og „hver“ (36. er.)2.
Jeg skal heldur ekkert segja um þessi tvö sein-
ustu atriði; en hitt er víst, að ekki er allt gull sem
glóir, og ekki stendur allt eins og stafur á bók,
sem lærðir menn segja.
Beda prestur Venerabilis, sem deyr kringum
735» getur um Thyle bæði i De natura rerum3 og
Aldafarsbók (Cronicon) sinni. Jeg hefi sjeð fyrra
ritið, og er ekkert á því að græða; því þar eru
bara teknar upp klausur eptir fornaldarhöfundum,
og eins mun það vera í Aldafarsbókinni, eptir
því sem segir í byrjun Landnámu. Annars segir
þar, að vitrir menn ætli, að ísland sje Thule4.
Greinilegri er sögnin hjá Dicuilus5, irlenzkum
munki, sem var uppi á 9. öld. Fyrst vísar hann
til fornra höfunda, en segir svo: „Nú eru 29 ár
síðan klerkar, sem höfðu verið á þessari eyju frá
1) Die Polargegenden Europas nach den Vorstellungen des
deutschen Mittelalters. (Sitzungsber. der Phil. Hist. 01.
der kaiserl. Akad. der Wissensch. LXVIII. b. Wien 1871. Bls.
783—808).
2) Útgáfu S. Grundtvigs. Kmh. 1874.
3) De natura rerum et temporum ratione, libri duo.
Basileae. M.D.XXIX. Fol. 81. blað.
4) íslendingasögur I. b. Kmh. 1829. Bls. 23.
5) Samdi „de mensura orbis terrae (sjá heim.ritalistann).
um 825. J>ar er um Thile, bls. 41—43.