Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Qupperneq 110
110
sje samin milli 1072 og 1076, eða talsverðu fyr en
Ari reit fslendingabók1.
Fyrst getur Adamus um Thule, og segir svo:
„f>etta Thyle, sem nú er kallað ísland, dregur nafn
af ísi þeim, sem heptir hafið. f>að er og fært í
frásagnir um þennan is, að hann verði svo dökkur
og þur fyrir elli sakir, að hann fuðri upp, þegar í
honum er kveikt2. Eyjan er mjög stór, svo að þar
búa margar þjóðir. f>ær lifa eingöngu á kvikfjár-
rækt og hafa ullina af fjenu til fata. f>ar vex ekkert
korn og lítið er þar um við, svo landsmenn búa í
hellum í jörðu niðri saman við búfje sitt, og lifa
eins og það. f>eir lifa þannig óbrotnu og guðhræddu
lífi, þar sem þá fýsir ekki eptir öðru en náttúran
lætur í tje, og geta þeir glaðir tekið undir með
1) Sbr. Um tímatal í ísendingasögum, eptir Guðbrand Vig-
fússon (Safn til sögu íslands, I. b., Kmh. 1856. Bls. 190).
9) f>að er sök sjer, þó Adam frá Bremen komi með þessa
villu. Menn ristu ekki djúpt í nátturuvísindunum á 11. öld.
En það er undarlegra, að í spurningum þeim, sem vísindafje-
lag eitt sendi lærðum mönnum á íslandi 1742, og bað þá að
svara, er spurt um það meðal annars, hvort íslendingar brenni
ekki ís-klumpum, sem sjeu orðnir steingjörðir (sbr. steingjörf-
ingur) og grjótharðir fyrir elli sakir. Mohr getur um þetta
í Forsög til en Islansk Naturhistorie. Kmh. 1786. Bls. 324—325,
og færir þar til latneskt svar eptir rektorinn á Hólum. Sig-
urður L. Jónasson segir i Annaler f. Nord. Oldkyndighed,
Kmh. 1858, bls. 298, að þetta vísindafjelag hafi verið í Kaup-
mannahöfn. Jeg veit ekki, hvaðan hann hefir það; því jeg
hefi hvergi getað grafið neitt upp um þessar spurningar.
Aptur hefi jeg fundið svar þórðar biskups þorlákssonar upp
á spurningar frá hinu konunglega enska visindafjelagi í hand-
ritasafni Árna Magnússonar (nr. 913,4to). Svörin eru þar 28,
og mjög stutt. J>ar er og sagt, að þau hafi ekki komizt til
fjelagsins. Aptur segir Mohr, að spurningar þessa fjelags, sem
hann getur um, hafi verið 69. þessum vísindafjelagaspurning-
um er þó ekki blandað saman, eða hvað? J>ví vel getur vant-
að aptan af svörum þórðar.