Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 111
111
postulanum: „En ef vjer höfum fæðu og skýli, þá
látum oss nægja1 Fjöllin eru þeim í borga stað,
og lindirnar í staðinn fyrir munað2; tel jeg þjóð
þessa sæla, þó hún sje fátæk, þar sem enginn öf-
undar hana, en þó einna mest af því, að allir
landsmenn hafa tekið kristni. þeir hafa margt til
síns ágætis, einkum „kærleiksríkt hugarfar“ (caritas),
og leiðir af því, að þeir hafa allt í fjelagi, og njóta
þess bæði innlendir og útlendir. Biskup sinn virða
þeir svo sem konung, og fer öll þjóðin eptir bend-
ingum hans; eru það lög þeirra, sem hann kveður
á eptir vilja guðs (Deo), ritningunum eða tízku
annara þjóða“. — J>að, sem er eptir af frásögn
Adams, sem er nokkru styttra en það sem er fært
hjer til, er um það, er íslendingar tóku við kristni,
og um ísleif biskup. Seinast tekur Adam það fram,
að hann segi það eitt, sem satt sje, en hafi sleppt
öllum ýkjum3.
í>ó margra grasa kenni hjá Adami gamla, talar
hann þó rjettara um íslendinga en margar aðrar
þjóðir, enda hefir hann ef til vill haft tal af Islend-
ingum, eða að minnsta kosti átt kost á því. Hann var
nefnilega við hirð Sveins konungs Úlfssonar í Dan-
mörku (1047—1076), eptir því sem hann segir sjálfur,
og tekur sumt í riti sínu eptir sögn konungs, en
íslendingar hafa eflaust verið við hirð hans, eins og
annara konunga á norðurlöndum um þær mundir.
Mjer sýnist ekki rjett, að ganga þegjandi fram
1) Sankti Páls fjrri pistill tii Tímoteusar, 6. kap. 8. v.
2) Vín?
3) Stephanius Tractatus (sjá heim.ritalistann) bls. 38—35.
Annars er Adam gefinn opt út, bæði sjer í lagi og í öðrum
bókum. Hann er líka þýddur á dönsku af P. W. Christensen.
Kmh. 1862.