Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 112
112
hjá því, sem Hakluit segir í ferðasagnasafni1 sínu, þó
það sje líklega ekki á marga fiska. Hann tekur
þar kafla upp úr Historia Brittanniae2 eptir Galfridus
Monmutensis (enskan biskup -j- 1154). þ>ar segir í
IX. bók 10. kap., að Artur konungur hafi lagt undir
sig ísland 517. í 12. kap. er nefndur Maluasius
íslandskonungur, en í 19. kap. er sagt, að íslending-
ar hafi fengið Arturi konungi fótgöngulið í hernað.
í XI. b. 7. kap. segir aptur, að Malgo Englandskon-
ungur hafi lagt undir sig ísland og aðrar eyjar nær-
lendis i hörðum orustum 580.
f>etta nær líklega engri átt. Jeg tel það sjálf-
sagt, að sagnafræðingarnir hefðu hreyft þessu máli
meira en þeir hafa gert, ef það gæfi nokkrar bend-
ingar um það, hvenær írar fóru að fara til Islands.
Annars getur vel verið, að Galfridus hafi blandað
saman eyjanöfnum.
f>á kemur Sylvester Giraldus Cambrensis (Gerald
de Barri) til sögunnar. Hann var Englendingur
(dó 1223)3. Hann segir svo frá íslandi: „Hislandia
(ísland) er stærst eyja í norðurhöfum og liggur
þriggja daga siglingu norður frá írlandi4; þar býr
fámál og sannorð þjóð. Hún talar sjaldan og stutt,
því hún kann ekki að Ijúga, enda fyrirlítur hún
ekkert meira en lygar. Hjá þessari þjóð er sami
maðurinn konungur og prestur, foringi (forsprakki)
og prófastur (pontifex), því biskupinn hefir völdin
bæði í stjórnarmálum og trúarmálum5 6. f>ar sjást
sjaldan eða aldrei þjóta eldingar og sjaldan eða al-
1) Sjá heim. ritalistann: Haklvit. Bls. 1—3.
2) Gefin út af J. A. Giles, Londini 1844, og sjálfsagt optar, áður.
3) Aug. Potthast. Bibliotheca Medii Aevi. Berlin 1862.
4) Svo segir líka í brotinu af Duggalsleizlu, sem prentað
er í Sýnisbók Konráðs Gíslasonar Kmh. 1860. Bls. 44826.
6) Shr. hls. 111.