Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 114
114
eða stemma stigu fyrir honum nema með vígðu vatni,
sem prestar hafa helgað“. Hann sagði og það, sem
er enn undarlegra, að í þessum eldi mætti ljóslega
heyra kveinstafi sálna, er væru kvaldar þar1.
Á 12. öld er Saxo uppi Grammaticus (-j* hjer um
bil 1208), langmerkasti sagnaritari, sem Danir áttu í
fornöld. Hann ritaði heillanga bók um sögu Dana,
Historiæ Daniæ libri XVI, og lýsir norðurlöndum
hverju fyrir sig í formálanum. f>ar stendur þetta
um ísland2: „Vestur frá Noregi liggur ey, sem er
kölluð ísey (ísland) og er hún umkringd sæ á alla
vega. J>ar hafa menn búið mjög lengi. J>ar hafa
gerzt mörg undur og nýstárlegir atburðir, og er sumt
ótrúlegt. f>ar er lind, sem rýkur upp úr, og er guf-
an svo meinleg, að hún breytir eðli hvers sem vera
skal, því allt, sem hana leggur á, verður hart eins
og steinn, en heldur þó lögun þeirri og líki, sem
það hafði áður. þ>ar eru og mörg fleiri vötn, sem
þannig er varið, að stundum kemur svo mikill vöxt-
ur í þau, að þau haldast ekki við f farvegum sínum,
og þeyta vatninu í smádropum upp í háa lopt; sjást
þeir varla að neðan, en hverfa í djúpar glufur í jörðu
niðri, þegar þeir koma niður. þ>egar ólgan er í
þeim, löðra þau allt í froðu, sem er kring um þau,
en þegar sjatnað er í þeim, er ómögulegt að sjá,
að vatn hafi verið í þeim. Á þessari eyju er fjall,
sem stendur í björtu báli ár og síð og alla tíð; er
það furða, að fjallið, sem er þakið ísi og snjó allt
1) Tekið eptir Jildfjallasögu J>orv. Thor. bls. 131.
2) Rit Saxósergefið nokkrum sinnum út. Jeg hefi einkum
haft fyrir mjer þýðingu Vedels, Kmh. 1851, hls. (29), (32)—
(33) við Islandsklausuna. Hún er reyndar ekki nákvæm, en
sleppir þó engu atriði, sem frumritið getur um. Jeg hefi kosið
hana heldur af því, að hún er styttri. J>ar að auk hefi jeg borið
hana saman við útgáfu Stephaníusar. Soræ. MDCXLIV
Bls. 2—3.