Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 116
116
rjettari sje. Sumstaðar er hægt að sjá, til hvers
hann bendir. Vatnið, sem breytir öllu í stein og
þeytir upp dropum, bendir eflaust til hvera. 01-
keldurnar er líka auðvelt að þekkja. En ísruðning-
urinn á landi uppi er verri viðfangs, og er mjer ekki
Ijóst, hvað hann á að þýða. Vera má, að hann
bendi á snjóflóð. Arngrímur Jónsson segist1 ekki
þekkja aðra steina, sem geti hoppað, en menn, sem
heiti Steinn, og er víst nokkuð til í því; en á hinn
bóginn hefir það verið þjóðtrú um langan aldur,
bæði á íslandi og annarsstaðar, að steinar gætu hrært
sig, að minnsta kosti við viss tækifæri, t. d. steinarnir
í Glerhallavík á Jónsmessunótt2. Eitraða vatninu er
heldur ekki gott að botna í.
Saxo setur ekki eldinn, sem brennir vatn en ekki
hör, í samband við eldgosin ; en það gera flestir
seinni rithöfundar, sem geta annars um hann. þ»að
er þegar gert i Konungsskuggsjá, sem líklegast þyk-
ir, að rituð sje nokkru seinna en Danasaga Saxós3.
J>ar segir, að jarðeldurinn á Ítalíu brenni bæði trje og
jörð, þ. e. kvika hluti. „En sá eldr, er á íslandi er,
þá brennir eigi tréit þóat í sé kastat, ok eigi jörð-
ina, en steina og hart berg“ (þ. e. allt sem er dautt,
líflaust)“ þá dregr hann til sinnar næringar, ok kveik-
isk þar af, svá sem annarr eldr af þurrum viði ; —
1) hrevis Commentarius. 46. bl.
2) Jón Arnason. ísl. þjóðs. og æfint. I. b. Leipzig. 1862.
Bls. 648.
8) það er eitt af því, sem mönnum ber ekki saman um,
hvenær Konungsskuggsjá sje samin. í formálanum fvrir Krist-
janíu-útgáfunni 1848 segir, að hún muni vera samin milli 1195
og 1202. En nú eru menn á því, að hún sje samin skömmu
fyrir miðja 13. öld. Sbr. O. Blom : Bemærkninger om Konge-
speilets Affattelsestid (Aarb. f. Nord. Oldkjmdighed Kmh. 1867
bls. 65—109), og Japetus Steenstrup : Hvad er Kongespeilets
„Havgjerdinger“, Kmh. 1871, einkum bls. 53.