Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 117
117
— en þóat þó skjótir trénu í eldinn, þá sviðnar þat at
eins ok vill eigi brenna. Nú með því at þessi eldr
vill eigi við annat fæðask en við dauða skepnu, þá
má þat víst kalla, at sá eldr er dauðr ok er hann
til þess líkastr, at hann sé helvítis eldr, þvíat þar eru
allir hlutir dauðir111.
Annars segir Konungsskuggsjá svipað frá mörgum
undrum á íslandi og Saxó. Jeg skal taka til dæmis
það, sem segir þar um hverana: „par eru þær
keldur, er æ ok æ vella ákafliga, bæði vetr ok sum-
ar. Nú er stundum svá mikill ákafi á vellu þeirra,
at þær spýja langt í lopt upp vatni or sér; en hvat
sem menn leggja þar íhjá keldunum, í þeim tíma
er þær spýja, hvárt sem þat er klæði eða tré eða
hvatki hlut sem vatn þat kann á at koma í niðrfalli
sínu, þá verðr þat at steini“. (Bls. 34). J>ar er þess og
getið, að í isnum muni vera kvalastaður (bls. 35—
36) og um ölkeldur. Konungsskuggsjá nefnir jafn-
vel ölkeldu hjá Hítárdal (bls. 38).
Fyrsta íslands-lýsing, sem jeg þekki eptir íslend-
ing, er ekki alls kostar ólík Saxó og Konungsskugg-
sjá. Reyndar kemur hún efninu ekki beinlínis við,
þar sem hún er innlend; en jeg drep samt á hana,
til samanburðar. Hún sýnir, að undrin á íslandi
hafa verið litlu minni í augum íslendinga sjálfra, en
útlendinga. Lýsing þessi er í 1. kap. af Guðmund-
ar sögu góða1 2 eptir Arngrim ábóta á þ»ingeyrum.
Hún er samin um 13503. Jeg skal taka hjer upp
það, sem þar segir um eldfjöll og ís: „Á sjánum
liggja þeir hafísar, at með sínum ofvægiligum vexti
taka þeir at fylla norðrhöfin, en yfir háfjöll landsins
svá úbræðiligir jöklar með yfirvættis hæð ok vídd,
1) Kristjaníuútg. af Konungsskuggsjá 1848. Bls. 33— 34.
2) Biskupa sögur II. b. 1. h. Kmh. 1862. Bls. 5—6.
3) Form. f. Biskupas. I. b. Kmh. 1858. Bls. LVII.