Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 118
118
at þeim mun ótrúligt þykkja, sem fjarri eru fæddir.
Undan þeim fjalljöklum fellr með atburð stríðr straumr
með frábærum flaum ok fúlasta snyk1, svá at þaraf
deyja fuglar í lopti en menn á jörðu eðr kvikvendi.
J>au eru fjöll önnur þess lands, er ór sér verpa ægi-
ligum eldi með grimmasta grjótkasti, svá at þat
brak ok bresti heyrir um allt landit, svá vítt sem
menn kalla fjórtán tylftir umbergis at sigla réttleiði
fyrir hvert nes; kann þessi ógn at fylgja svá mikit
myrkr forviðris, at um hásumar um miðdegi sér
ekki handa grein“.
Nú víkur sögunni suður á Ítalíu. 1558 kemur út
í Venedig kver um ferðir tveggja bræðra norður í
heim. J>eir hjetu Nicoló og Antonio Zeni, og segir,
að þeir hafi verið, annar 14 ár, en hinn 10 ár á
eynni Frislanda, frá 1390—1405. Bókinni fylgdi kort
og var Frisland2 dregið þar upp, Engronelant, Is-
landa3 og fleiri eyjar og lönd. Sagan um forlög
ferðabókar þessarar er eitthvað i áttina til sögunnar
um íslandslýsingu Blefkens, sem seinna verður getið
um. Höfundur bókarinnar, sem líka hjet Nicolö
Zeni, segist hafa soðið hana og kortið saman upp
úr blaðaræflum eptir forfeður sína, sem hann hafði
rifið í sundur og skemmt á ungum aldri. Sagan
segir, að Nicolö Zeni hafi verið á ferð til Englands,
en þegar hann var kominn norður í höf, skall á þá
1) í ritg. Jóns þorkelssonar rektors um Fagrskinnu ogÓlafs
sögu helga (Safn til sögu íslands I. b. 1. h. Kmh. 1853) stend-
ur „fnýk“. Bls. 164.
2) |>að stendur nefnilega Frisland á kortinu, en Frislanda i
ferðabókinni.
3) J>að segja þeir, sem bækurnar hafa, að muni vera ísland
og jafnvel þeir, sem halda því fram, að Frisland sje ísland t.
d. próf. Steenstrup. bls. 109. J>að er líka altítt, að sama land-
ið sje tvisvar á sama kortinu, á gömlum kortum.