Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 119
119
ofviðri og hrakti þá til Frislands. J>ar tók Zichmni
nokkur, tiginn maður, hann að sjer, og varð Nicoló
flotaforingi hans. Seinna gerði Nicolö boð eptir
Antonio bróður sínum og kom hann líka til Fris-
lands. Eptir það komust þeir til enn meiri metorða
hjá Zichmni og áttu með honum orustur við Noregs-
konung; höfðu ýmsir betur. þ>eir fóru líka til Eng-
ronelant, sem menn hafa lengi haldið almennt að
væri Grænland, en nú eru margir horfnir frá því1.
Professor Japetus Steenstrup vill láta það vera part
af Norður-Fríslandi, helzt kringum Eiderstedt, en þó
eigi sumt af lýsingu þess rót sina að rekja til íslands.
Hvað Frislanda snertir, þá hefir vísindamönnunum
heldur ekki borið saman um, hvaða land það væri.
Jeg skal geta um þrjár tilgátur, sem allar eru nýjar;
en þó eru til miklu fleiri. M. F. Krarup segir, að
það hafi aldrei verið til2. R. H. Major segir, að
það sjeu Færeyjar3. Professor Steenstrup sýnir fram
á það með miklum lærdómi, að kortið af Frisland
sje íslandskort, en Frislanda, sem getið er um í
sögunni, sje Norður-Frísland4. f>að vantar heldur
ekki lærdóm hjá báðum hinum höfundunum.
Hjer er fátt tint til sönnunar því, að þetta mál
1) J>ó heldur A. B. Nordenskiðld því fram í: Om Bröderna
Zeno’s Resor och de aldsta Kartor öfver Norden*.
2) Geografisk Tidskrift II. b. Kmh. 1878. Bls. 145—154.
3) The Voyages of the Venetian Brothers Nicolö and Anto-
nio Zeni etc. London 1873 8. A. E. Nordenskiöld er á máli
Majors í riti þvi, sem þegar er getið um.
4) Zeniemes Reiser i Norden. Kmh. 1883. Líka í Aarb. f.
Nord. Oldkyndighed 1883, bls. 56—214. Admiral C. Irminger
er á Steenstrups máli í Zeno’s Frislanda is Iceland, and not
the Fœroes, 1880, sem líka er í Journal of the Royal Geo-
graphic Soc. London 1879.
*) Studier och Forskningar föranledda af mina Resor i höga
Norden. Stockh. 1883. Bls. 1-60.