Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 120
120
sje efamál, hjá því sem mætti, en þó nóg til að
sýna, hve skoðanir manna eru misjafnar um það.
Jeg leiði hest minn alveg frá því að svo stöddu, að
segja nokkuð af eða á um málið, en þó má geta
þess, að próf. Steenstrup tekst mjög vel að ættfæra
nafna-ómyndirnar á kortinu til íslenzkra nafna.
1477 kom mjög göfugur gestur heim til íslands,
ef göfugleikinn fer annars eptir frægð og fremdar-
verkum. það var hvorki meira nje minna en Co-
lumbus sjálfur. Hann var þá að braska í því, að
koma landaleitum sínum í kring. Sumir eru á því,
að hann hafi fengið fregnir um fund Vínlands á ís-
landi, og sje því Ameríkufundur hans bein afieið-
ing af landafundum íslendinga f fornöld1. Aptur
segja aðrir, að það sje ómögulegt, og færa til þess
sannanir, sem yrði oflangt að telja hjer upp. E.
Löffler, dósent í landafræði við háskólann í Kmh.,
er einn af þeim2. Ekkert hefir Columbus skrifað um
ísland, svo menn viti, en getur þess í brjefi, að hann
hafi komið þar.
Eptir því sem Oscar Peschel segir3, kom Seba-
stian Cabot líka til íslands 1498, áður en hann fór
aðra ferð sína til Ameríku. Sami höf. getur þess4,
að ekki sje ólíklegt, að feðgarnir Cabot hafi heyrt
getið um fund Vínlands, áður en þeir fundu Vestur-
heim 1497.
1) Sjá t. d. Om de Engelskes Handel og Eærd paa Islandi
det 15. Aarhundrede, især med Hensyn til Columbus’s formeent-
lige Reise dertil i Aaret 1477, e. Finn Magnússon (Nord. Tid-
skrift f. Oldkyndighed. II. b. Kmh. 1833, bls 112—169, eink-
um bls. 127—128, 167—169), og Anderson, E. B.: Ameriea not
discovered by Columbus, Chieago 1877, einkum bls 12, 85.
2) Haandbog i Geografien. K.mh. 1883—1885. Bls. 568.
3) Geschichte der Erdkunde. Múnchen 1865. Bls. 261.
4) Sama rit. Bls. 260—261.