Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 121
121
Nú er komið fram á 16. öld; en því fer fjarri, að
lýsingarnar batni. f>ær versna öllu fremur, enda fara
nú að verða minni samgöngur milli íslands og annara
landa, en áður höfðu verið, svo landafræðingarnir
gátu ekki haft annað sjer til stuðnings við lýsingar
sínar en frásögur sjómanna og kaupmanna, sem
hafa bæði verið ómenntaðir og illgjarnir, opt og tíð-
um. f>að er líka auðsjeð á frásögnum þeirra, að
allt hefur ekki verið með felldu.
Fyrst verður Jacobus Zieglerus fyrir oss. Hann
gaf út bók um austurlönd og Schondia 1532. Schon-
dia er norðurlönd, og drepur hann þar á ísland,
eins og lög gera ráð fyrir1.
Ziegler tekur fyrst upp klausur eptir Saxo, en
bætir við þær. Hann lætur sjer t. d. ekki nægja,
að segja, að íslendingar riti sögur, heldur eiga þeir
líka að höggva þær á kletta og björg. Jeg hefi
ekki rekið mig á söguna um hagagæðin á íslandi
fyr en hjá honum. Hann segir nefnilega, að hag-
arnir á íslandi sjeu svo góðir, og grasið svo kjarn-
mikið, að það verði að reka fjeð af þeim á hagleysu
eptir stuttan tíma, því annars mundi það springa
eða jeta sig í hel. pessi saga gengur svo eins og
grár köttur gegnum flest rit útlendinga um ísland fram
á ofanverða 18.öld, og ef til vill fram á 19. öld, þó jeg hafi
ekki rekið mig á það. Hún er svo daglegt brauð hjá
blessuðum mönnunum, að jeg get hennar ekki framar.
Um eldfjöllin getur Ziegler, og segir, að þar sje
„dýflissa syndugra sálna“; en nú er auðsjáanlega búið
1) Rit Zieglers er gefið opt, út bæði sjerstakt og með öðrum
bókum, tvisvar sinnum t. d. með kroníku Krantz’. í útgáfunni
sem jeg befi haft undir höndum (sjá heim. ritalistann), er um
ísland á XCIII. blaði. J.-C. Brunet segir í Manuel du Libraire,
Paris 1843, að 1. útg. af Ziegler hafi komið út í Strasbourg
1532, en þá útgáfu hefi jeg ekki getað komizt yfir.