Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 123
123
einhver bezta eða allra bezta landafræði á sinni tíð.
J>ar segir svo um eldfjöllin á íslandi: „far eru þrjú
há fjöll. "þau eru þakin jökli að ofan, en upp frá
rótunum vellur eldur og brennisteinn. J>au heita
Hekla, Creiitzberg eða Kreuszberg (Krossfjall) og
Helga* 1. Við Heklufjall er voðaleg gjá, sem ómögu-
legt er að finna botn í; birtast þar opt menn þeir,
hafa drukknað nýlega, svo sem þeir væru enn lif-
andi. Vinir þeirra bjóða þeim þá heim, en þeir
varpa mæðilega öndinni, segja, að þeir verði að
hverfa í Heklufjall, og hverfa samstundis2. J>ar eru
stórir og grimmir hvítabirnir, sem berja holur í
ísinn með hrömmunum og veiða upp um þær fiska
og jeta þá. þ>ví næst kemur sagan um vatnið, sem
breytir öllu i stein, og um ísinn, mjög svipuð og
hjá Saxo, nema höfundurinn segir, að heimskir
menn haldi, að þar (í ísnum) sje hreinsunareldur
syndugra sálna, og að ísinn sje átta mánuðiað flækj-
ast kring um eyjuna (árlega). |>að er svo mikið
af fiski á þessari eyju, að honum er hlaðið undir
berum himni og eru hlaðarnir eins stórir og hús.
Landsbúar lifa einna mest á fiski og hafa ekki
annan kornmat en þann, sem útlendingar flytja
til þeirra. J>ví næst getur höfundurinn þess, hvílík
ógrynni af smjöri sjeu á íslandi, en það er
tekið ljósara fram hjá Olaus Magnus, svo jeg
sleppi að tala um það þangað til þar. J>á tekur
Munster það fram, að ísland heyri undir Danmörk
hafi komið út i Basel 1541. Aptur segir Grasze í Lehrbuch
der allgemeinen Literaturgeschichte, Leipzig 1852, að útgáf-
an frá 1544 sje sú fyrsta.
1) Arngrímur segir í Commentarius (14. bl.), að Helga
muni eiga að þýða Helgafell, en aptur kannast hann ekki við
að neitt merkisfjall heiti Krossfjall. Jeg ekki heldur.
2) Sbr. bls. 121.