Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 124
124
og að raerki („\vapen“, í latn. útg. frá sama ári
,,insignia“) þess sje þorskur1.
Allt af verða sögurar fjöllbreyttari og fjölbreytt-
ari. Gömlu undrin eru aukin og nýjum bætt við.
Ekki er Krantz2barnannabeztur. Fyrst ber hon-
um lengi vel saman við Adam frá Bremen, þangað
til hann kemur með klausu um kaupmennina, sem
er reyndar ekki alls kostar vitlaus. £>egar hann
hefir minnzt á þetta helga einfeldnisástand, sem þeir
Adam dást svo mikið að, segir hann : „ ... en kaup-
menn vorir3 og kaupmenn Englendinga láta þjóð-
ina ekki vera f friði og ánægða með hlutskipti sitt.
jþeir fara opt til íslands með alls konar vörur, til
að sækja fisk, og hafa þeir þá jafnframt flutt inn
lesti vora, því nú blanda landsmenn líka vatnið víni
og vilja ekki drekka einfalt uppsprettuvatn. Nú
dást þeir að gulli og silfri, eins og við------. Margt
er ágætt í siðum þeirra. jpeir hafa allt í fjelagi, nema
konurnar. J>eir meta syni sfna og kálfa jafn-mik-
ils, og má meira að segja vera, að hægra sje að
1) J>ar er mynd af honum. þorakurinn er flattur og af-
höfðaður, og er að ajá eina og hreiatur i s&rið. Sporðurinn
er breiðari en hnakkinn og fiskurinn mjóstur í miðjunni. A
hnakkanum er kóróna. Umgjörð er utanum þorskinn og
er önnur kóróna yfir utngjörðinni. I latneskri útgáfu
frá sama ári er aporðurinn nokkru breiðari, hreistrið reglulegra
(allt tungumyndað), og fiskurinn sjálfur styttri. Auk þess eru
kórónurnar ólikar. (Bls. 847—848).
Hver veit nema að innsigli því, sem Kristján III. sendi
heim til íslands 1550, hafi verið svona varið? Sbr. Um merki
íslands eptir Pálma Pálsson (Andvari IX. ár. Kmh. 1883 bls.
137). Að minnsta kosti er þetta datum fyrir þorsk-merkinu og
þessi mynd af þorskinum talsvert eldri en elztu data fyrir
hvorutveggja, sem Pálmi getur um í ritgjörð sinni.
2) Cronica bls. 590—591.
3) Krantz var frá Hamborg.