Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 125
125
fá son fátæklings hjá honum en kálf hans1. Svo
sæla telja þeir þá, sem fluttir eru til vorra landa2.
Vjer höfum sjeð bæði karla og konur, sem voru
flutt þaðan á ungum aldri, og mundu þau ekkert
af móðurmáli sínu, nema nafn sitt, þvi þau höfðu
lært til hlítar hið útlenda mál, en vanrækt móðurmál
sitt“. f>ví næst segir Krantz frá því, er íslendingar
tóku kristna trú og um ísleif biskup, hjer um bil
orðrjett eptir Adam af Bremen.
Historia de gentibus septentrionalibus3 eptir Olaus
Magnus, svenskan klerk, var eitthvert hið helzta
rit, sem til var um norðurlönd í gamla daga, og
var það markað mjög mikið, þar sem höfundurinn
var frá norðurlöndum. íin bókin er reyndar sam-
1) J>að eru fleiri en Krantz, sem segja að íslendingum
]>yki vænt um kálfa sína. Dr. Keilhac segir í Reisebilder aus
Island, Gera, 1885, bls. 51, að íslendingar bragði aldrei
kálfsket, því allir kálfar sjeu aldir þar upp. þetta er þó ekki
spónn úr aski Krantz, lapinn upp úr bókum, sem hafa komið
út í millibilinu?
2) Til samanburðar má geta um aðrar öfgarnar frá. And-
erson, sem seinna verður getið um, segir, að Islendingar hafi
svo mikið óyndi í öðrum löndnm, að þeir geti ómögulega
haldizt þar við. Sama segir Peyrere (bls. 49—50) og Zorg-
drager.
3) Jeg hefi haft fyrir mjer útgáfuna frá 1555 ogerhúnopt-
ast sítjeruð. Grásze getur ura útg. frá 1549 (ef það er ekki
prentvilla, því hann getur um hana á eptir útg. frá 1555),
Venedig, en Eggerz segir, að 1. útg. sje frá 1529 (Physikalische
und statistische Beschreibung von Island, Kmh. 1786. Bls. 29).
Jeg hefi hvergi annarsstaðar sjeð getið um þessa útg., og hefi
jeg þó grennslazt eptir henni eptir föngum. Ef þessi útgáfa
er til, hefir Olaus Magnus sómann af því, að hafa fyrstur
komið upp með smjersöguna (sjá bls. 123). Annars skipta út-
gáfurnar af Olaus Magnus tugum, og eru þær ýmist í heilu lagi
eða styttar. Honum er líka snúið á þýzku, frönsku, hollenzku,
ensku og ítölsku, og má marka af því, hve bókin hafi verið
metin mikils.