Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 128
128
manna, má til sanns vegar færa, þvi slíkt kom ekki
svo sjaldan fyrir um þetta leyti. Espólín getur t. a.
m. um1, að sagt sje að Hamborgarar hafi barizt við
enska menn í Hafnarfirði i5i8oghafi fallið 40 J>jóð-
verjar. þ>að er að minnsta kosti líklegt, að þ>jóð-
verjar hafi búið sig heiman „út í brandasálma11 fyrst
um sinn eptir það.
Sú fyrsta bók, sem er eingöngu um ísland, mun
vera rit Georgs nokkurs Peersons, og hann mun vera
sá fyrsti útlendingur, sem segizt hafa komið til íslands,
af þeim, sem hafa ritað um það. Peerson hefir þvf
sómann af því, að hafa fyrstur manna skrifað ferða-
bók um ísland.
þ>að var annars fallega af stað riðið, eða hitt þó
heldur ; þvi rit Peersons er argvítugra en allt það,
sem á undan er komið. þ>að var í ljóðum, á þýzku
en ekki latínu, eins og almennt er talið2. Nafn höf-
undarins stóð á fyrstu útgáfunni2, en ekki á hinum
seinni, því þær voru 3 eða 4. Utgefandinn hjet Joa-
kim Leo.
Pjesi þessi er ekki til á opinberum bókasöfnum
hjer í Kaupmannahöfn, og hefi jeg því ekki annað
við að styðjast, að því er hann snertir, en rit Arn-
gríms Jónssonar: Brevis Commentarius de Islandia.
þ>ar er komið við Peerson ekki síður en aðra. Jeg
get seinna greiniiegar um Commentarius.
1) Arbækur III. d. Bls. 55.
2) Sbr. De Islandske Vulkaners Historie eptir þorvald Thor-
oddsen. Kmh. 1882, bls. 3. f>ar segir, að bók þessi heiti
Rhythmi de Islandia, og að hún hafi verið nafnlaus. Bókin er
venjulega nefnd svo; en það kemur liklega til af því, að Bre-
vis Commentarius, sem flestir hafa víst tekið titilinn eptir, er
á latínu, og titillinn náttúrlega líka. En það stendur með skýr-
um orðum í formála Guðbrandar biskups, að kvæðin hafi verið
á þýzku, og með jafnskýrum orðum stendur það aptar í bók-
inni, að höfundurinn hafi staðið á 1. útgáfunni.