Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 129
129
Guðbrandur biskup f>orláksson hefir samið for-
mála fyrir riti þessu, og byrjar hann á því, að tala
um Peerson. Biskupinn kemst svo að orði:
„Um 1561 ól þýzkur bókabrallari í Hamborg á-
kaflega vanskapað afkvæmi. þ>að voru þýzkar sam-
stæður, og ötuðu þær hina íslenzku þjóð meir í saur
og lygum, en mögulegt er að önnur rit geri, og
ekki þótti þessum svívirðilega þrykkjara það nóg,
að senda þetta svivirðilega afkvæmi sitt einu sinni út
í heiminn, heldur ljet hann það koma í ljós þrisvar
eða fjórum sinnum, til þess að brennimerkja sak-
lausa þjóð með sem mestri smán í augum J>jóð-
verja , Dana og annara nágrannaþjóða; ætlað-
ist hann svo til, að hún yrði aldrei afmáð. Svo
var þessi prentari fullur haturs, og svo var hann
sólginn í rangfenginn auð. Og þetta hjelzt honum
uppi i því landi, sem hefir verzlað í mörg ár við ís.
lendinga og grætt á því stórfje. Hann hjet Jóakim
Leo, og ætti hann skilið, að honum væri kastað fyrir
ljón“.
Á þessu er auðsjeð, að Guðbrandi biskupi hefir
hvorki verið hlýtt til Peersons nje útgefandans; en
ekki tekur þó betra við hjá Arngrími sjálfum, nema
verra sje. Hann kallar t. d. höfundinn afglapa, sem
hafi aflað sjer ódauðlegrar smánar með riti sínu, og
segist fást við þenna þýzka skjáhrafn seinast í því,
enda hæfi honum ekki göfgara sæti. (Bl. 48—49).
Commentarius er sjálfur 103 blöð1. Arngrímur
tekur Peerson fyrst tak fyrir alvöru bl. 87. Hann
byrjar á því,að nú sje eptir að reka þenna þýzka nöðru-
1) En ýmsar aukagetur undan og eptir 11'/2 bl. Á gömlum
bókum er optast blaðatal í staðinn fyrir blaðsíðutal, en ekkert
þess háttar á elztu bókum.
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. VIII. 9