Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Qupperneq 130
130
afspreng í vörðurnar, setr. hafi komið nafnlaus út í
annað skipti, svo hann ætti enn þá hægra með að
særa orðstír íslendinga með eiturtönnum sínum, og
eru öll ummæli Arngríms um höfundinn eptir því.
Hann kallar hann svín og skrímsli, sem varla eigi
þann sóma skilið, að maður svari honum, og segir,
að hann mundi hafa látið hann kyrja kvæðarollur
sínar í bók sinni, ef hann hefði ekki verið hræddur
um, að lesendurna mundi væma við þeim. |>ví næst
tekur hann kafla upp úr riti Peersons og hrekur
þá hvern fyrir sig, en segist þó ekki tína til nema
fátt eitt, og ekkert, sem sjer sje kunnugt að aðrir
geti um. Jeg get aptur ekki nema um fátt eitt af
því sem Arngrímur tínir til, en það er nóg til að
gefa hugmynd um það, hvernig bókin sje, eða hafi
verið, ef hún er týnd.
Peerson segir : „Hórdómur og frillulifnaður eru
ekki að eins tíð afbrot á íslandi, heldur er slíkt
jafnvel ekki talið til afbrota1. Aðra sögu kemur
1) ,,þaö lifir lengst, sem öllum er leiðast11. það sannast á
þessari sögu. 1875 semur franskur maður, George Aragon, rit-
gjörð um ísland, Les Cótes d’Islande et la péohe de la morue,
í eitthvert frægasta timarit í öllum heimi, Revue des deux
mondes (XLV. ár, 3. deild, 11. b. Bls. 744—779). þar segir á
757. bls.: „Mjer þótti íslenzka fólkið lifa nokkuð frjálslega svona
að sumu leyti. Karlar og konur, húsbændur og hjú halda til
í sama herbergi, og liggur í augum uppi, hvað leiðir af slíkum
samvistum. Samt sem áður verður íslenzk stúlka, sem hefir
hrasað, ekki fyrir því álasi, sem mundi bitna á henni alstaðar
annarstaðar. Mjer hefir jafnvel verið sagt, að ógipt íslenzk
barnsmóðir ætti hægra með að giptast, en óspjallað kvennfólk,
það er að segja, ef hún hefir átt hraustlegt og laglegt sveinbarn;
því brúðguminn getur búizt við, að strákhnokkinn verði dug-
legur vinnumaður með tímanum, og að því getur hann allt af
gengið visu, að hann þurfi ekki að borgahonum kaup“. Ann-
ars er Aragon mjög rjettorður, og er þeim mun undarlegra, að
þessi meinloka skuli koma fyrir hjá honum.