Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 131
131
hann með, sem jeg þori varla að færa hjer til, en jeg
ræðst þó í það. Ef menn vilja annars, vita hvað út-
lendingar hafa sagt um ísland að fornu og nýju, þá
er ómögulegt að komast hjá því, að setja sumt nokk-
uð klúrt á pappírinn. Arngrímur segir: „fegar
veizlur eru, segir hann að enginn standi upp frá
borðum, heldur rjetti húsmæðurnar hverjum gesti
næturgagnið svo opt sem þeir þurfa. Auk þess
getur hann um ýmsan ruddaskap boðsgestanna, bæði
við borðhaldið og drykkjuna“. Ennfremur segir
Peerson, að kringum io manns sofi saman í hverju
rúmi, bæði karlmenn og kvennmenn. f>au borði þar
uppi í rúmunum, en skemmti sjer við tafl og tenings-
köst þess á milli. Skömmu seinna segir hann, að
fólkið þvoi sjer í framan úr keitu.
Arngrími tekst alveg upp, þegar hann er að hrekja
þetta. Hann umhverfist alveg og eys slíkum fúka-
skömmum yfir Peerson, að þess eru víst fá dæmi.
(Bl. 92—94)-
Seinast tekur Arngrímur upp einkennilegan kafia
úr Peerson, og má segja með sanni, að þá sje oss
borið flest á brýn, þegar vjer erum skammaðir fyrir
gestrisnina og guðhræðsluna, enda hefi jeg hvergi
rekið mig á ávítur fyrir þetta nema hjá Peerson.
Hann segir svo : „peir (íslendingar) bera ekki á
sjer peningabuddur og ekki skammast þeir sín fyrir
að gista eða þiggja mat borgunarlaust, því ef ein-
hver hefir eitthvað, sem hann getur miðlað öðrum,
þá gerir hann það að fyrra bragði og fúslega“.
Auk þess telur hann það íslendingum til lýta, að
margir þeirra hafi byggt bænhús á bæjum sínum,
og fari þangað til bænar á morgnanna áður en þeir
geri nokkuð annað. pað getur annars vel verið, að
eitthvað sje hæft í þessu allra seinasta; eða að minnsta
9*