Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 132
132
kosti er ólíklegt, að allur sá bænhúsagrúi, sem var
á íslandi í gamla daga, hafi verið ætlaður til þess,
að prestar messuðu þar á helgum dögum, þó það
hafi reyndar tíðkazt nokkuð1.
Náttúrlega hefir Peerson sagt mýmargt fleira rangt,
sem Arngrímur hefir ekki tekið upp í rit sitt, af
því það kom fyrir hjá öðrum. f>að er t. d. hjer um
bil ómögulegt annað en að hann hafi minnztá Heklu,
eins og flestir aðrir útlendingar, sem hafa skrifað
um ísland, bæði að fornu og nýju.
þ>ó Árngrími sje illa við Peerson, leyfir hann sjer
þó ekki að efa, að hann hafi komið til íslands
1554 eða þar um bil (8q. bl.). Aptur segist Peer-
son hafa ferðazt um mest allt ísland, en Arngrímur
getur þess til, að hann muni hafa verið kaupmaður,
og verið því að eins einhverstaðar við sjóinn ; þyk-
ist hann jafnvel ráða það af orðum Peersons í 1.
útg. En hvernig sem þessu er nú varið, þá er það
víst, að Peerson þekkir oss ekki betur en hann hefði
aldrei stígið fæti sínum á ísland.
í Commentarius Peucers 1574 (-þ 1602)2 er all-
mikil viðbót við Heklusögurnar. f>ar segir svo á
144. bl.: „Á íslandi er fjallið Hekla. þ>ar er skelfi-
lega djúpt gjáar-gímald, og kveður fjallið við af aum-
legum og angistarlegum látum og kveinstöfum, svo
að veinið heyrist rúma mílu i allar áttir. Heilir
hópar af kolsvörtum hröfnum og gömmum eru á
einlægu flugi kring um fjallið3 og halda landsbúar
1) Sbr. konungsbrjef 1555 og 1556 og Bessastaðasamþykkt
1555 (Lagasafn Magnúsar Ketilssonar, I. b. Nr. LXIX, LXX,
LXXIII).
2) Sjá heim. ritalistann.
3) Á dögum Bggerts Olafssonar voru hrafnar þessir orðnir
enn þá merkilegri en Peucer tekur fram. Eggert segir í Ferða-
rollu sinni: „Djöflarnir áttu opt að sjást fljúgandi í eldi fjalls