Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 133
133
að þeir verpi þar. Á þessu fjalli spretta upp tvær
lindir. Onnur er ísköld, en hin vellandi heit, og er
hvorttveggja á hærra stigi en svo, að það geti verið
eðlilegt. Flestir landsbúar halda, að hjer sje gang-
urinn niður til helvítis, og þykjast hafa heyrt þang-
að gnauð og gauragang, þegar orustur hafa verið í
nánd“.
1593 er Arngrimur Jónsson í Kmh. í málastappi
fyrir Guðbrand biskup f>orláksson, og gefur þá út
Brevis Commentarius de Islandia. Hann hafði sam-
ið rit þetta eptir áskorun Guðbrandar biskups heima
á íslandi. J>ar tekur hann þeim tak, sem höfðu
ritað óhróður um ísland, einkum Peerson, Munster,
Krantz, Ziegler, Gemma Frisius* 1 og Peucer. Á
einstaka stað hrekur hann líka Saxo og Olaus Mag-
nus. Arngrímur tekur upp úr þeim klausur, og tæt-
ir þær sundur ögn fyrir ögn, bæði með skarpleik
og lærdómi, því hann vantar hvorki napurt háð nje
bendingar til klassiskra höfunda og hinna og þess-
ara bóka, sem hafa eflaust verið í miklu áliti um
þær mundir, enda lýsir lærdómur Arngríms sjer einna
mest í því, að því er snertir þetta rit og jafnvel öll
varnarrit hans; því flestar af sögum þeim, sem hann
hrekur, eru svo vitlausar, að ekki þurfti annað en
óvalinn, greindan íslending til að hrekja þær.
Opt hreytir Arngrímur úr sjer ónotum við höf-
þessa, og stundum í járn-nefjaðra hrafnalíkjum". Kvæði. Kmh.
1832. Bls. 87. Annars er um undrin í Heklu bls. 86—90. það
er líka getið allgreinilega um þau í Klausturpóstinum IV. ári.
Viðeyjarklaustri. 1821. Bls. 43—46.
1) þessi Gemma Frisius hjet eiginlega Gemma Reinarus og
var læknir. Bók sú sem Arngrímur fæst við er Charta sive
Mappa Mundi. Leuven 1540. 8. Annars reit Gemma margar
bækur. Jeg hefi ekki minnzt á þessa bók, því einhverju varð
að sleppa. Rúmið markar tímaritaritgjörðum optast bás.