Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 135
135
f>á er nú komið að Blefken.
Bók hans er einna kunnugust og verst ræmd af
gömlum bókum um ísland, og á hún það skilið fyr-
ir margra hluta sakir. Höfundurinn tekur upp sög-
ur eptir flestum af höfundum þeim, sem getið er
um hjer á undan1, og lýgur svo i eyðurnar. þ>að
erþví ekki að furða, þó rit hans sje vitleysa, tvinn-
uð saman við vitleysu, eða ein stór villa frá upphafi
til enda ; og þó segir hann í tileinkuninni á undan
bókinni, að hann riti hana i því skyni, að gefa guði
dýrðina, og „kunngjöra mönnunum verkin hans
handa“; og í formálanumsegist hann leggja kapp á,
að vera sem sannorðastur; ,.því jeg skrifa ekkert, eða
að minnsta kosti lítið, eptir annara sögusögn, heldur
eptir því, sem jeg hefi sjálfur sjeð og reynt“.
Blefken segist hafa farið til íslands 1563 og verið
prestur á tveimur Hamborgarförum. þeir lögðu af
stað 10. april og sáu ísland 14. júní. Daginn eptir
stigu þeir á land í Haffnefordt (Hafnarfirði). þ>ar
komst Blefken í kunningsskap við höfuðsmanninn
(Pál Stígsson) og reyndist hann Blefken mjög vel
seinna. Einhvern veginn varð Blefken eptir af fje-
lögum sínum, þegar þeir fóru um haustið, þó ekki
sje getið um i bók hans, hvernig liafi staðið á því.
Vorið 1564 fór hann til Grænlands; en sú ferð kem-
ur ekki þessu máli við. þegar hann kom frá Græn-
landi, fór hann til alþingis og þaðan til Heklu, en
varð veikur bæði á sál og líkama af ósköpum þeim,
sem gengu þar á, svo hann komst nauðulega til
byggða og lá þar veikur 2 mánuði. f>að þótti Blef-
ken ill æfi, mest fyrir mataræðis sakir. J>egar hon-
um var batnað, fór hann til Bestede (Bessastaða), til
höfuðsmannsins. f>á voru Hamborgarar farnir, en
1) Hann nefnir Saxo, Olaus Magnus, Krantz og Miinster.