Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 136
136
höfðu beðið höfuðsmanninn fyrir hann, ef hann
skyldi koma aptur, enda tók hann vel á móti Blef-
ken. Hann var á Bessastöðum um veturinn, og átti
að vísu gott þar, en leiddist þó mjög í skammdeg-
inu, og þráði mjög komu hinna þýzku skipa. En
þá var einmitt ófriður1 milli Dana og Svía. Nú
veittu Liibecksbúar Dönum, en af því leiddi, að flest-
ar Hansaborgirnar urðu riðnar við ófriðinn og sinntu
ekki verzlun á íslandi þetta ár. í júní (1565) var
Blefken orðinn úrkulavonar um, að komast heim
að sinni ; en um þetta leyti voru Portúgalsmenn
á íslandi við fálkaveiðar, og kaus Blefken held-
ur að fara með þeim, en bíða eptir Dönum eða
J>jóðverjum.
þetta segir nú Blefken sjálfur; en þeir líta dálítið
öðruvísi á málið, Guðbrandur biskup og Arngrímur
Jónsson.
Arngrimur gerði ekki endasleppt með íslandsvörn
sína móti þessum útlendu lygalaupum, og gaf út heil-
langa bók móti riti Blefkens. J>að heitir Anatome2.
Guðbrandur biskup samdi formála fyrir þessu riti,
eins og Commentarius, og segir þar, að það sje ó-
mögulegt, að Blefken hafi verið á Bessastöðum 1564,
því það ár hafi hann einmitt komið að Bessastöðum
frá Danmörku og talað við Pál Stígsson, höfuðs-
mann. Hann hafi líka verið á alþingi það ár, en á
hvorugum staðnum hafi hann sjeð Blefken nje heyrt
talað um hann. Og í þau 3 ár, sem hann hafi verið
í Skálholti (1564—1567), hafi hann ekki heyrt þess
getið, að nokkur útlendingur hafi farið til Heklu. Eins
hafi svenska stríðið ekki hindrað venjulegar skipa-
komur.
1) Norræna sjöárastríðið (1563—1570).
2) Sjá heim. ritalistann og svo seinna.