Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 138
138
lumnas), og ætluðu þaðan til Indlands, eri þeir náðu
ekki i far. J>á fór Blefken til Suðurálfu. f>ar varð
hann vinnumaður hjá Múhamedstúarmanni, sem var
þó ættaður úr Norðurálfu, en bjó þá í Marokko.
J>ar var Blefken í 5 ár og geymdi allt af vandlega
handritið að íslandslýsingu sinni. J>aðan fór hann
til Vínarborgar, og var hjá Otto greifa. Ekki komst
hann til að gefa út íslandslýsingu sína vegna ferða-
laga. 1582 var hann sendur frá Köln til Bonn, en
á leiðinni rjeðust ræningjar á hann, tóku frá honum
allt, sem hann hafði meðferðis, og færðu hann jafn-
vel úr fötunum. f>ar að auk særðu þeir hann 23
sárum. Blefken hafði á sjer íslandslýsingu sína og
varð hún samferða hinu dótinu. Blefken bjóst ekki
við að sjá hana nokkurn tíma framar, en 1588 kom
hann aptur til Bonn, og fannst handritið þar þá og
komst af hendingu f hendurnar á höfundinum aptur.
í>að sjer hver maður, að þessi saga er mjög lygi-
leg, enda er víst óhætt að segja, að hún sje ósann-
indi. En rit Blefkens kemur svo sem ekki strax út.
Nei, hann bíður með það til 1607. f>á hleypur það
loksins af stokkunum. f>að hefir því legið í salti 44
ár, eptir því sem Blefken segir.
Náttúrlega hefir höfundurinn haft einhvern sjer-
stakan tilgang með að segjast hafa samið það svona
löngu áður en það kom út. Arngrfmur segir, að
hann muni hafa gert það í þvf skyni, að þeir, sem
þekktu ísland 1607, skyldu fremur trúa því, þar
sem það lýsti hag landsins tæpri hálfri öld áður; og
er það ekki ósennilegt.
í>að veitti heldur ekki af því fyrir monsjer Blef-
ken, að gylla rit sitt með einhverju móti. f>að er
ekki svo beisið.
Nú skal eg koma með nokkrar greinar úr þessu