Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 139
139
makalausa riti; en mörgu verður náttúrlega að sleppa,
sem er samskonar og það sem jeg tek.
Blefken segir fyrst, að Frísar og Brimabúar hafi
fundið ísland og Grænland árið 900, en Norðmenn
hafi fetað í fótspor þeirra og byggt löndin. íslend-
ingar hafi tekið kristni 1398, og hafi þá verið settir
tveir biskupsstólar á landinu: Scalholden (Skálholt)
og Hollen (Hólar). Ekki hafi þó liðið á löngu áð-
ur en íslendingar hafi orðið heiðnir aptur að mestu
leyti. Frásaga Blefkens um siðabótina er alveg gull-
væg. Hjer er ágrip af henni : 1534 gerði annar
biskupinn, sá í Skálholti, uppreisn. Hann barði nið-
ur siðabótina og drap höfuðsmanninn. En Dana-
konungur sendi herskip til Islands og ljet drepa
uppreistarmennina. Eptir þaðQekk „Tadde Bonde“
(Daði bóndi) mest völd í hendur. Hann gerði apt-
ur uppreisn, þegar lið konungs var farið. Upphlaups-
mennirnir komu saman þar Waloe1 heitir. þ>eir
bundu samsærið eiðum, og sóru að ganga undan
konungi. Eignir Daða voru ekki á einum stað og
auk þess voru honum margir háðir, svo hann hjelt,
að illt yrði að vinna þá. Nú gerir biskupinn í Skál-
holti, sem var óvinur Daða frá fornu fari, höfuðs-
manni aðvart, hvað fari fram. Hann bregður skyndi-
lega við og lætur lofa nokkrum uppreisnarmönnum
fje, ef þeir falli frá Daða, en hóta þeim hörðu að
öðrum kosti; láta flestir sjer það að kenningu verða,
biðja vægðar og fá hana ; en Daði var dæmdur ó-
alandi og óferjandi, og var hans ieitað. Hann hafði
flúið til Heklufjalls róta (Hekelveldij radices) með
1) Jeg veit ekki með vissu, hvaða stað Blef'ken kallar Waloe,
en jeg get þess til, að þar sje Viðey nefnd, og sje átt við það,
«r Jón biskup Arason fór þangað með „braukið og bramlið“
1550. Sjá Um siðbótina á íslandi e. forkel Bjarnason. Rkv.
1878. Bls. 110.