Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 141
141
þeim Blefken vel til vina. Hann hnýtti að skilnaði
þrjá hnúta á klút Blefkens og sagði, að hann skyldi
leysa hnútana, ef þeir fengju mótbyr, og hugsa jafn-
framt um sig. þ>egar þeir voru komnir undir Spán,
gerði ládauðan sjó, svo þeir komust ekkert áfram.
J>á datt Blefken klúturinn í hug, og ásetti sjer að
reyna nú kunnáttu Jónasar. Hann leysti fyrsta hnút-
inn og kom þegar góður byr, áður en klukkutími
var liðinn. J>á leysti Blefken annar. og þriðja hnút-
inn, og jókst þá vindurinn um allan helming, svo J
þeir komust vonum fyr að landi.
Arngrímur minnist á þessa sögu í Anatome og
ber ekki á móti því, að einhverjir íslendingar kunni
að hafa brallað það, að selja vind ; en hann leggur
það svo út, að einhverjir gárungar hafi lofað heimsk-
um og trúgjörnum kaupmönnum byr, til að hafa út
úr þeim fje, og sje nóg að það hafi rætzt einu sinni,
til þess að orð kæmist á íslendinga fyrir vindsölu1.
En Blefken er svo sem ekki búinn enn þá með
galdrasögurnar um ísland: „Beir geta haldið skip-
1) Ludvig Holberg minnist á þessa sögu og lielztu reyfara-
sögur um ísland í riti sínu: Hannemarks og Norges geistlige
og verdslige Stat. III. útg. Kmh. 1762, bls. 29—31. Hann
segir þetta meðal annars: „J>að hafa komið út svo margar
rammvitlausar bækur um ísland, að útlendingar halda, að þar
eigi sjer hvorki stað kristni, skírn nje menntun, og að íslend-
ingar hafi hjer um bil ekkert mannamót á sjer, nema þeir sjeu
skapaðir í kross; en þar skjátlast þeim hraparlega, því nú eru
margir skynsamir og lærðir menn þar í landi“, o. s. frv.
J>ví næst telur Holberg upp örgustu sögurnar hjá Blefken,
og sýnir fram á, hve þær sjeu ástæðulausar, og bætir þessari
við : „Binu sinni sagði kaupmaður, sem verzlaði á íslandi, mjer,
að hann hefði sjeð íslending taka af sjer skóna og stýfa þá úr
hnefa eins og pönnukökur. Jeg hristi höfuðið til merkis um,
að jeg tryði honum ekki, en hann sór sig og sárt við lagði, að
hann segði satt, og þá varð jeg að þagna“. þetta hefir verið
matur fyrir Holberg gamla.