Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 142
142
um sínum nálega grafkyrrum, bara með því að syngja“;
en satan hefir þó kennt þeim ráð til að koma slíkum
skipum aptur af stað. Jeg leiði minn hest frá að skýra
frá því; en þar varð hrein mey að koma til sögunnar,
eins og svo víða á þeim dögum, þvi ekkert er talið
kröptugra læknismeðal og jafnvel galdrameðal í göml-
um skruddum, en hár og hitt og þetta af hreinni
mey.
„íslendingar lifa margir 150 ár, og jeg hefi sjeð
200 ára gamlan mann á íslandi. Flestir íslendingar
hafa hvorki sjeð nje bragðað brauð1. Flestir íslend-
ingar kunna að lesa. Kvennfólkið hefir optast okkar
bókstafi, en stundum aðra, sem tákna heil orð, því
sum íslenzk orð verða varla gefin til kynna með
okkar bókstöfum“. Um mataræðið er Blefkenekki
alls kostar fjarstæður, nema hann segir, að þeir hafi
harðan fisk í brauðs stað1, og svo fer hann nokkuð
skrítnum orðum um draflann : „J>á sjaldan útlend-
ingar selja íslendingum mjel, þá blanda þeir það
mjólk og geyma lengi. f»að er herramannsmatur,
og er kallað „drabbel“. J>ó þeir kaupi vín hjá
kaupmönnunum, geyma þeir það ekki lengi, heldur
drekka þeir það upp með nágrönnum sínum.
Blefken kemur nú með ýtarlega skýrslu um laus-
lætið á Islandi, og sneiði jeg að mestu leyti hjá henni;
en þó má geta þess, að hann segir, að ef stúlka
verði barnshafandi af völdum J>jóðverja, unni foreldr-
ar hennar henni meira en áður, og ali barn hennar
upp nokkur ár, þangað til faðir þess komi annað-
hvort aptur, eða tengdasonur þeirra tilvonandi fái
hann í þokkabót með dótturinni, „og fer fjarri því,
að hann hafi skömm á honum, þó hann sje kominn
af þjóðverjum. Ef einhver stúlka er í þingum við
Sbr. bls. 127.