Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 143
143
pjóðverja, þá heiðra þeir hana, auk þess, sem biðl-
arnir rífast um hana ; enda hefir lauslæti alls ekki
haft óvirðingu í för með sjer í fyrri tið; en þó mátti
það ekki eiga sjer stað meðal skyldmenna111. Nú
berjast prestarnir á móti því; en það stoðar lítið.
]?á kemur þessi makalausa saga, sem áður er get-
ið um1 2, en hjer er hún fyllri og greinilegri. J>ví
ekki að koma með hana ? „Enginn má standa upp
frá borðum til að kasta af sjer vatni, heldur stendur
dóttir bóndans eða einhver önnur stúlka ávallt við
borðið, og jafnskjótt og einhver gefur bendingu, rjett-
ir hún honum næturgagn undir borðinu, en á með-
an rymja hinir eins og svín, svo að sönglið heyrist
ekki. f>ví næst hellir stúlkan vatninu burt, skolar
næturgagnið innan, og gerir svo hverjum, sem vill,
sömu skil og áður. í>eir, sem ekki kunna þessa
háttsemi, eru mestu dónsar í þeirra augum.
íslendingar kveðja komumenn með kossi, og líta"
jafnframt hvorir á aðra, og virða hvorir aðra fyrir
sjer. Ef þeir sjá lús skríða hvor á annars fötum, þá taka
þeir hana, en þegar sá, sem sá lúsina, hefur tekið
hana, þá þakkar hann hinum fyrir berhöfðaður og
jafnopt og lýsnar voru margar.
íslendingum þykir mjög mikið varið í það, þegar
skepnur verða sjálfdauðar hjá þeim, og segja þá, að
guð hafi slátrað þeim. f»eir jeta ketið með beztu
lyst, þó það hafi ekki fundizt fyr en 2 eða 3 mán-
uðum eptir að þær drápust, enda varðveitir kuldinn,
hið hreina lopt og vindurinn það betur fyrir ýldu
og rotnun en salt“.
5>etta segir Blefken nú um íslendinga; en ekki
eru frásögur hans um landið rjettari. Hann segir
1) Sbr. bls. 130.
2) Bls. 131.