Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 144
144
margar sögur um eldfjöll og hveri, og skaljeg geta
sumra. „Hverirnir eru svo heitir, að ómögulegt er
að halda niðri í þeim fingri, svo maður brenni sig
ekki, en þó sjer maður rauða smáfugla synda á
þeim, langt að; en ef komið er nær, þá hverfa þeir,
en sjást aptur þegar maður er komin svolítið á
burt, ,en hvort þetta eru nú reglulegir fuglar, það
skal jeg ekkert um segja*. Á Vesturlandi er stórt
stöðuvatn, sem rýkur upp úr, en er þó kalt. f*að
sem sett er ofan í það, verður allt að steini á tveim-
ur dögum, svo ef maður rekur staur niður í það,
þá verður neðsti hluti hans, sem nær niður í mold-
ina, svipaður járni; miðparturinn, sem er í vatninu,
eins og steinn að útliti og hörku; en það, sem upp
úr stendur, er eins og það átti að sjer. J>etta hefi
jeg sjálfur reynt tvisvar sinnum; en þegar jeg setti
þann hlutann, sem var líkur járni, í eld, til þess að
bræða það, þá brann það eins og kol111.
„Skammt frá höfninni Hanefordt1 2 er glufa eða
sprunga í klett, svipuð djúpum pytti eða brunni.
Ekki sjest vatn, þó horft sje niður í hana; en ef
steini er kastað niður í hana, þá heyrist eptir meir
en hálfa stund eins og hann dytti í koparskál.
Jafnframt ólgar vatnið upp frá botninum og vex
upp á barma. J>að er tært, en enginn má snerta
það eða smakka. fað er jafnlengi að rjena aptur
og steinninn var á leiðinni niður3. Nærri Turlocks-
haven (f>orlákshöfn) er lind, sem gýs upp úr sjer
vatni, sem er mjög líkt öli. J>að læknar galliska
veiki, sem er mjög tíð á íslandi. Á miðri eyjunni
1) Sbr. bls. 114.
2) Líklega Hafnarfjörður, þó hann sje kallaður dálítið ann-
að áður.
3) tJndarleg saga. J>að hefir þó víst ekki verið farið að
bera ofan í hverina?