Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 145
145
er annað vatn, sem andar upp banvænni gufu, svo
það drepur jafnvel fugla þá, sem fljúga yfir, á eitri
sinu. Á íslandi eru þrjú fjöll, mjeg furðuleg; eitt
er Krossijall (mons Crucis), annað er Snæfellsjökull
(Snevelsjockel)1. |>au eru bæði svo há, að þau ná
upp úr skýjunum, og hefir enginn sjeð tinda þeirra
eða brúnir, og aldrei hafa þau sjezt svo, að ekki
væri á þeim ís eða snjór. Til þeirra er dags dag-
lega að heyra eldingar og þrumur--------------. Jriðja
fjallið er norðan á eyjunni. Ekki er það mjög hátt,
en það hefir staðið í báli í mörg ár. Hvers kyns
eldurinn er, og hvers kyns eldsneytið er, það vita
menn ekki; en þar sem brennisteinn er grafinn úr
jörðu um alla eyjuna, þá litur svo út, sem einhvern
tíma hafi kviknað í honum. Fjall þetta er ekki
langt frá sjó, og leikur haf um það að nokkru
leyti. J>að heitir Hekla. Hún þeytir stundum
upp úr sjer blossa, en stundum brennheitu vatni, en
þar á eptir svartri ösku eða vikri, og svo gríðar-
lega, að ekki sjer til sólar, og enginn getur búið
skemmra frá henni en 6 mílur, enda eru engirfjár-
hagar kring um hana“. þ>á getur Blefken um trúna
á helvíti í Heklu, og að andar sjáist þar; „því ef
einhversstaðar hefir verið háð orusta, þá vita ís-
lendingar, einkum þeir, sem fást við fiskiveiðar í
hafinu kring um fjallið, hve nær hún var háð, þó
þeim sje ókunnugt um, hvar hún var háð. J>eir sjá
nefnilega (eptir því sem þeir segja sjálfir) púka
fara inn og út um fjallið, og hafa með sjer svipi.
J>essi saga gengur um ísland: Fiskimenn, sem voru
á sjó í nánd við Heklu, mættu öðru skipi, og höfðu
báðir byr. J>eir spurðu, hvaðan hinir væru, eins og
1) Sbr. bls. 123.
Tímarit bins íslenzka Bókmenntafjelags. VIII. 10